Þjálfari Danmerkur á sér draum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 17:16 Hjulmand á hliðarlínunni í er Danmörk vann Ísrael 5-0 fyrir framan stútfullan Parken í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Kasper Hjulmand, þjálfara danska landsliðsins í fótbolta, á sér þann draum að gera dönsku þjóðina stolta af því sjá landslið sitt spila. Miðað við gengi liðsins undanfarið hlýtur sá draumur að rætast fyrr en síðar. Hjulmand hefur nú stýrt liðinu í rúmt ár og hefur gert vægast sagt góða hluti. Liðið komst alla leið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar þrátt fyrir mikið áfall strax í fyrsta leik. Þá er liðið með fullt hús þegar undankeppni HM er hálfnuð. Það sem meira er, það hefur ekki enn fengið á sig mark. Í 21 leik undir stjórn Hjulmand hafa aðeins fimm tapast. Tveir af þessum fimm leikjum komu á EM, annars vegar í leiknum þar sem Eriksen hné niður gegn Finnlandi og svo gegn Belgíu í næsta leik aðeins örfáum dögum síðar. Raunar er það svo að þrjú af fimm töpum liðsins undir hans stjórn hafa komið gegn Belgíu. „Ég átti mér – og á mér enn – draum um að landsliðið okkar geri alla Dani stolta og spennta, sama hvar þeir eru staddir. Ég trúi því virkilega að við sem þjóð getum verið stolt af þessum liði,“ sagði þessi magnaði þjálfari í viðtali eftir frábæran 5-0 sigur gegn Ísrael. „Í leikmannahópnum höfum við alvöru fyrirmyndir,“ bætti hann við. „Að finna fyrir spennunni og áhuganum á vellinum þegar leikmenn stíga á stokk, spila eftir sinni bestu getu ásamt því að gefa allt í leikinn. Ég er mjög heppinn að fá að taka þátt í því.“ „Hinn draumurinn minn er að vinna eitthvað. Við verðum að gera atlögu að titlum. Við höfum tekið stór skref í þá átt og ég er mjög hamingjusamur og stoltur af því sem við höfum áorkað til þessa,“ sagði Hjulmand að endingu en það er ljóst að hann vill meira. „Ég er þegar farinn að hlakka til landsliðsverkefnisins í október,“ sagði hann að lokum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Hjulmand hefur nú stýrt liðinu í rúmt ár og hefur gert vægast sagt góða hluti. Liðið komst alla leið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar þrátt fyrir mikið áfall strax í fyrsta leik. Þá er liðið með fullt hús þegar undankeppni HM er hálfnuð. Það sem meira er, það hefur ekki enn fengið á sig mark. Í 21 leik undir stjórn Hjulmand hafa aðeins fimm tapast. Tveir af þessum fimm leikjum komu á EM, annars vegar í leiknum þar sem Eriksen hné niður gegn Finnlandi og svo gegn Belgíu í næsta leik aðeins örfáum dögum síðar. Raunar er það svo að þrjú af fimm töpum liðsins undir hans stjórn hafa komið gegn Belgíu. „Ég átti mér – og á mér enn – draum um að landsliðið okkar geri alla Dani stolta og spennta, sama hvar þeir eru staddir. Ég trúi því virkilega að við sem þjóð getum verið stolt af þessum liði,“ sagði þessi magnaði þjálfari í viðtali eftir frábæran 5-0 sigur gegn Ísrael. „Í leikmannahópnum höfum við alvöru fyrirmyndir,“ bætti hann við. „Að finna fyrir spennunni og áhuganum á vellinum þegar leikmenn stíga á stokk, spila eftir sinni bestu getu ásamt því að gefa allt í leikinn. Ég er mjög heppinn að fá að taka þátt í því.“ „Hinn draumurinn minn er að vinna eitthvað. Við verðum að gera atlögu að titlum. Við höfum tekið stór skref í þá átt og ég er mjög hamingjusamur og stoltur af því sem við höfum áorkað til þessa,“ sagði Hjulmand að endingu en það er ljóst að hann vill meira. „Ég er þegar farinn að hlakka til landsliðsverkefnisins í október,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira