Þjálfari Danmerkur á sér draum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 17:16 Hjulmand á hliðarlínunni í er Danmörk vann Ísrael 5-0 fyrir framan stútfullan Parken í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Kasper Hjulmand, þjálfara danska landsliðsins í fótbolta, á sér þann draum að gera dönsku þjóðina stolta af því sjá landslið sitt spila. Miðað við gengi liðsins undanfarið hlýtur sá draumur að rætast fyrr en síðar. Hjulmand hefur nú stýrt liðinu í rúmt ár og hefur gert vægast sagt góða hluti. Liðið komst alla leið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar þrátt fyrir mikið áfall strax í fyrsta leik. Þá er liðið með fullt hús þegar undankeppni HM er hálfnuð. Það sem meira er, það hefur ekki enn fengið á sig mark. Í 21 leik undir stjórn Hjulmand hafa aðeins fimm tapast. Tveir af þessum fimm leikjum komu á EM, annars vegar í leiknum þar sem Eriksen hné niður gegn Finnlandi og svo gegn Belgíu í næsta leik aðeins örfáum dögum síðar. Raunar er það svo að þrjú af fimm töpum liðsins undir hans stjórn hafa komið gegn Belgíu. „Ég átti mér – og á mér enn – draum um að landsliðið okkar geri alla Dani stolta og spennta, sama hvar þeir eru staddir. Ég trúi því virkilega að við sem þjóð getum verið stolt af þessum liði,“ sagði þessi magnaði þjálfari í viðtali eftir frábæran 5-0 sigur gegn Ísrael. „Í leikmannahópnum höfum við alvöru fyrirmyndir,“ bætti hann við. „Að finna fyrir spennunni og áhuganum á vellinum þegar leikmenn stíga á stokk, spila eftir sinni bestu getu ásamt því að gefa allt í leikinn. Ég er mjög heppinn að fá að taka þátt í því.“ „Hinn draumurinn minn er að vinna eitthvað. Við verðum að gera atlögu að titlum. Við höfum tekið stór skref í þá átt og ég er mjög hamingjusamur og stoltur af því sem við höfum áorkað til þessa,“ sagði Hjulmand að endingu en það er ljóst að hann vill meira. „Ég er þegar farinn að hlakka til landsliðsverkefnisins í október,“ sagði hann að lokum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Hjulmand hefur nú stýrt liðinu í rúmt ár og hefur gert vægast sagt góða hluti. Liðið komst alla leið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar þrátt fyrir mikið áfall strax í fyrsta leik. Þá er liðið með fullt hús þegar undankeppni HM er hálfnuð. Það sem meira er, það hefur ekki enn fengið á sig mark. Í 21 leik undir stjórn Hjulmand hafa aðeins fimm tapast. Tveir af þessum fimm leikjum komu á EM, annars vegar í leiknum þar sem Eriksen hné niður gegn Finnlandi og svo gegn Belgíu í næsta leik aðeins örfáum dögum síðar. Raunar er það svo að þrjú af fimm töpum liðsins undir hans stjórn hafa komið gegn Belgíu. „Ég átti mér – og á mér enn – draum um að landsliðið okkar geri alla Dani stolta og spennta, sama hvar þeir eru staddir. Ég trúi því virkilega að við sem þjóð getum verið stolt af þessum liði,“ sagði þessi magnaði þjálfari í viðtali eftir frábæran 5-0 sigur gegn Ísrael. „Í leikmannahópnum höfum við alvöru fyrirmyndir,“ bætti hann við. „Að finna fyrir spennunni og áhuganum á vellinum þegar leikmenn stíga á stokk, spila eftir sinni bestu getu ásamt því að gefa allt í leikinn. Ég er mjög heppinn að fá að taka þátt í því.“ „Hinn draumurinn minn er að vinna eitthvað. Við verðum að gera atlögu að titlum. Við höfum tekið stór skref í þá átt og ég er mjög hamingjusamur og stoltur af því sem við höfum áorkað til þessa,“ sagði Hjulmand að endingu en það er ljóst að hann vill meira. „Ég er þegar farinn að hlakka til landsliðsverkefnisins í október,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira