Danmörk eina þjóðin með fullt hús stiga | Úkraína hvorki unnið né tapað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:30 Danir hafa verið frábærir það sem af er undankeppni. Getty Images Undankeppni HM í fótbolta sem fram fer í Katar veturinn 2022 er nú hálfnuð, Evrópuhluti hennar allavega. Sem stendur er Danmörk eina landið með fullt hús stiga – og það án þess að fá á sig mark – á meðan Úkraína hefur hvorki unnið né tapað leik til þessa. Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira