Danmörk eina þjóðin með fullt hús stiga | Úkraína hvorki unnið né tapað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:30 Danir hafa verið frábærir það sem af er undankeppni. Getty Images Undankeppni HM í fótbolta sem fram fer í Katar veturinn 2022 er nú hálfnuð, Evrópuhluti hennar allavega. Sem stendur er Danmörk eina landið með fullt hús stiga – og það án þess að fá á sig mark – á meðan Úkraína hefur hvorki unnið né tapað leik til þessa. Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira