Danmörk eina þjóðin með fullt hús stiga | Úkraína hvorki unnið né tapað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:30 Danir hafa verið frábærir það sem af er undankeppni. Getty Images Undankeppni HM í fótbolta sem fram fer í Katar veturinn 2022 er nú hálfnuð, Evrópuhluti hennar allavega. Sem stendur er Danmörk eina landið með fullt hús stiga – og það án þess að fá á sig mark – á meðan Úkraína hefur hvorki unnið né tapað leik til þessa. Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Sjá meira
Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Sjá meira