Danmörk eina þjóðin með fullt hús stiga | Úkraína hvorki unnið né tapað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:30 Danir hafa verið frábærir það sem af er undankeppni. Getty Images Undankeppni HM í fótbolta sem fram fer í Katar veturinn 2022 er nú hálfnuð, Evrópuhluti hennar allavega. Sem stendur er Danmörk eina landið með fullt hús stiga – og það án þess að fá á sig mark – á meðan Úkraína hefur hvorki unnið né tapað leik til þessa. Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Sjá meira
Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Sjá meira