Gætu annað 40% af raforkuþörf Bandaríkjanna með sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 23:44 Mikil vöxtur hefur verið í sólarorku í Bandaríkjunum undanfarin ár. Orkumálaráðuneyti þeirra telur að hægt væri að framleiða stærstan hluta rafmagns með geilsum sólar fyrir miðja öldina vegna þess hversu hratt sólskildir hafa lækkað í verði. AP/Hans Pennink Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu. Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni. Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni.
Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“