Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2021 23:00 Hlaupið í dag. Vegurinn hefur sópast burt frá eystri brúnni til Skaftárdals. Arnar Halldórsson Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá vettvangi við brýrnar yfir Eldvatn í Skaftártungu kom fram að hlaupið gæti komist á spjöld sögunnar sem þriðja eða fjórða stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga. Með 1.500 rúmmetra flóðtopp á sekúndu virðist hlaupið núna ætla að verða fjórðungi minna en hlaupið 2018, sem náði 2.000 rúmmetra rennsli á sekúndu, og helmingi minna en hlaupið árið 2015, sem mældist 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Þau hlaup voru raunar svo stór að talað var um hamfarahlaup. Varnargarður ofan við vestri brúna til Skaftárdals er horfinn í flóðið en einnig vegurinn vestan við brúna.Arnar Halldórsson Bændur í Skaftártungu, helsta áhrifasvæðinu, vona samt innilega að hlaupið núna verði ekki stærra, eins og bóndinn á Búlandi, Auður Guðbjörnsdóttir, sem sýndi okkur túngirðingu sem komin var á kaf. Hún hafði þó meiri áhyggjur af veginum ofan Búlands en þar mátti sjá Skaftá flæða í kringum brýrnar tvær sem liggja að jörðinni Skaftárdal. Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu.Arnar Halldórsson „Já, það er búið að sópast frá eystri brúnni. Það er töluverð vinna að koma því í stand aftur þannig að það sé fært þangað inn eftir. Þetta eru mikið notuð sumarhús. Og svo er varnargarðurinn farinn. Það þarf að fá ýtu og vinna hann upp aftur. Það er alltaf talsverð vinna,“ sagði Auður á Búlandi. Í stórhlaupunum árin 2015 og 2018 brotnuðu miklar fyllingar úr árbökkum Eldvatns við Ása. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist einnig sjá breytingar núna í þessu hlaupi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum.Arnar Halldórsson „Nú er komin hér ný sprunga sem var ekki fyrir fyrra hlaupið. Og æði stór fylla farin hér núna. Bara nýhrunið,“ sagði Gísli og benti á bakkann skammt ofan við nýju Eldvatnsbrúna. Þeir Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, og Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, fylgdust í dag með hækkandi vatnsstöðu við þjóðveginn um Eldhraun. Lögreglan og Vegagerðin fylgjast með flóðvatni safnast að þjóðveginum í Eldhrauni í dag.Arnar Halldórsson „Já, við erum búnir að vera að sjá það í dag að þetta hefur hækkað talsvert hérna í svokölluðum Dyngjum,“ sagði Svanur og sagði að hringvegurinn yrði vaktaður í nótt. -Búist þið við því að það muni flæða einhversstaðar yfir veginn? „Allavega ekki í nótt, teljum við; ég og hann Ágúst vegaverkstjóri í Vík. Við teljum það mjög ólíklegt að það gerist í nótt. En hvað gerist á morgun? Það verðum við bara að sjá til,“ sagði Svanur. Ef svo færi að hringvegurinn lokaðist í Eldhrauni þá væri unnt að nýta sveitaveginn um Meðalland sem hjáleið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sérfræðingur Veðurstofu Íslands fjallaði um hlaupið í fréttum Stöðvar 2 í gær: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Lögreglan Vegagerð Tengdar fréttir Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá vettvangi við brýrnar yfir Eldvatn í Skaftártungu kom fram að hlaupið gæti komist á spjöld sögunnar sem þriðja eða fjórða stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga. Með 1.500 rúmmetra flóðtopp á sekúndu virðist hlaupið núna ætla að verða fjórðungi minna en hlaupið 2018, sem náði 2.000 rúmmetra rennsli á sekúndu, og helmingi minna en hlaupið árið 2015, sem mældist 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Þau hlaup voru raunar svo stór að talað var um hamfarahlaup. Varnargarður ofan við vestri brúna til Skaftárdals er horfinn í flóðið en einnig vegurinn vestan við brúna.Arnar Halldórsson Bændur í Skaftártungu, helsta áhrifasvæðinu, vona samt innilega að hlaupið núna verði ekki stærra, eins og bóndinn á Búlandi, Auður Guðbjörnsdóttir, sem sýndi okkur túngirðingu sem komin var á kaf. Hún hafði þó meiri áhyggjur af veginum ofan Búlands en þar mátti sjá Skaftá flæða í kringum brýrnar tvær sem liggja að jörðinni Skaftárdal. Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu.Arnar Halldórsson „Já, það er búið að sópast frá eystri brúnni. Það er töluverð vinna að koma því í stand aftur þannig að það sé fært þangað inn eftir. Þetta eru mikið notuð sumarhús. Og svo er varnargarðurinn farinn. Það þarf að fá ýtu og vinna hann upp aftur. Það er alltaf talsverð vinna,“ sagði Auður á Búlandi. Í stórhlaupunum árin 2015 og 2018 brotnuðu miklar fyllingar úr árbökkum Eldvatns við Ása. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist einnig sjá breytingar núna í þessu hlaupi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum.Arnar Halldórsson „Nú er komin hér ný sprunga sem var ekki fyrir fyrra hlaupið. Og æði stór fylla farin hér núna. Bara nýhrunið,“ sagði Gísli og benti á bakkann skammt ofan við nýju Eldvatnsbrúna. Þeir Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, og Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, fylgdust í dag með hækkandi vatnsstöðu við þjóðveginn um Eldhraun. Lögreglan og Vegagerðin fylgjast með flóðvatni safnast að þjóðveginum í Eldhrauni í dag.Arnar Halldórsson „Já, við erum búnir að vera að sjá það í dag að þetta hefur hækkað talsvert hérna í svokölluðum Dyngjum,“ sagði Svanur og sagði að hringvegurinn yrði vaktaður í nótt. -Búist þið við því að það muni flæða einhversstaðar yfir veginn? „Allavega ekki í nótt, teljum við; ég og hann Ágúst vegaverkstjóri í Vík. Við teljum það mjög ólíklegt að það gerist í nótt. En hvað gerist á morgun? Það verðum við bara að sjá til,“ sagði Svanur. Ef svo færi að hringvegurinn lokaðist í Eldhrauni þá væri unnt að nýta sveitaveginn um Meðalland sem hjáleið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sérfræðingur Veðurstofu Íslands fjallaði um hlaupið í fréttum Stöðvar 2 í gær:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Lögreglan Vegagerð Tengdar fréttir Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. 8. september 2021 11:37
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07