Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 5. september 2021 14:07 Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn. Vísir/Egill Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. „Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“ Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
„Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08