Landsliðsþjálfarinn enn jákvæður þrátt fyrir að það sé „stormur á sjó“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 15:30 Arnar Þór fór yfir víðan völl í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Vísir/Hulda Margrét „Ég myndi vilja sjá bland af því sem við sáum gegn Rúmeníu og svo síðustu tuttugu mínúturnar gegn Norður-Makedóníu,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um hvað hann væri til í að sjá í leik Íslands og Þýskalands í kvöld. „Við vitum að við erum að fara spila á heimavelli gegn einu besta landsliði heims. Við vitum að þeir verða meira með boltann og við þurfum að verjast. Við þurfum líka að þora að halda í boltann þegar við erum með hann, það er ómögulegt að hlaupa á eftir boltanum í 90 plús mínútur.“ „Við viljum fá að sjá okkar lið, sem er fljótt að færa sig milli svæða og fljótt að sækja. Svo er þetta spurning um hugarfar. Að vera tilbúnir að taka og hlaupa alla þessa metra vegna þess að þetta er erfitt en það er þannig í íþróttum, það þarf að leggja á sig til að ná árangri.“ Varðandi uppbyggingu landsliðsins „Við erum og gerum okkur grein fyrir því að staðan núna er allt önnur en þegar hún var þegar við tókum við liðinu. Þessi uppbyggingarfasi og þróun á liðinu er að gerast aðeins fyrr en við höfðum ætlað og planað.“ „Það breytir því ekki að við erum stoltir af hópnum sem við erum með í höndunum og við eigum mjög gott knattspyrnulið þó það séu ungir drengir í því. Þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við það að tapa öllum leikjum. Við eigum að vilja vinna leiki og það er líka þróun á liði og leikmönnum að þeir geri sér grein fyrir að þeir geti unnið knattspyrnuleiki og við viljum vinna knattspyrnuleiki. Við höldum þessari þróun að sjálfsögðu áfram en viljum líka vinna.“ Varðandi stöðuna á markvörðum liðsins „Hún er þannig að Hannes (Þór Halldórsson) er búinn að vera frábær fyrir Ísland í mörg mörg ár. Ég hef sagt það oft áður undanfarnar vikur að ferillinn hans Hannesar er ótrúlegur. Ekki bara hversu góður hann er í marki núna og hefur verið og er núna heldur hvað hann hefur þurft að hafa mikið fyrir því. „Hannes poppaði ekkert upp á yfirborðið sem fullþroskaður markmaður. Hann þurfti að leggja mikið á sig og er skólabókardæmi um þennan íslenska draum. Að koma úr íslensku deildinni og ná öllum þessum árangri.“ „Staðan nú er sú að Hannes verður ekki í markinu næstu fimm árin og við þurfum að kíkja hver er næsti ´fyrsti markmaður´ Íslands og Rúnar Alex er búinn að spila tvö leiki og gerði það að mörgu leyti mjög vel. Veit alveg sjálfur að hann gerði ákveðin mistök en þú verður að fá að gera mistök til að læra.“ „Það er ómögulegt að henda einhverjum inn í liðið og ætlast til að gera enginn geri mistök. Þá er mjög auðvelt að þróa knattspyrnulið. Þá getum við öll gert þetta. Það er bara þannig að við þurfum að taka þessi skref og vera tilbúin að taka þessu höggi sem stundum kemur á leikmenn. Ég gekk í gegnum það sjálfur sem leikmaður líka þannig það er bara hundleiðinlegt og erfitt en við gerum það besta úr því og þau skref á þeim forsendum og þeim tímum sem við teljum að það sé best.“ Klippa: Arnar Þór fer yfir stöðuna á landsliðinu Að vera með hóp í þessari stöðu í undankeppni heimsmeistaramóts „Þetta er mjög erfitt og það að mörgu leyti. Þetta er erfitt því við erum í þessari þróun. Þetta er erfitt því við erum í þriggja leikja glugga. Þessir þriggja leikja gluggar eru mjög flóknir að því leytinu til að það er leikið þétt, lítið hægt að æfa.“ „Þetta eru erfitt út af umræðunni, við erum ekkert að fela okkur á bakvið það, við vitum að þetta er erfitt. Við vitum líka að sem íþróttamenn þarftu að reyna stjórna því sem þú getur stjórnað. Við höfum reynt að gera það alla þessa daga sem við erum saman. Það er leikur á morgun og það sem ég er ánægðastur með er að ég sé enn orku í liðinu, í leikmönnum, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ég finn það hjá sjálfum mér að það er enn orka, gleði og jákvæðni við að takast á við þetta. Ef það væri ekki þá væri þetta hundleiðinlegt. Mér finnst þetta enn rosalega skemmtilegt.“ „Það er stormur, stormur á sjó. Eitthvað sem við þurfum að takast á, sagði í gær eða hinn að við þurfum öll að takast á við þetta saman. Þurfum að ræða hlutina, hætta að öskra á hvort annað og reyna finna lausnir á þeim vandamálum sem eru og gera það saman,“ sagði Arnar Þór Viðarsson að endingu. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður einnig umfjöllun um leikinn, einkunnir og viðtöl. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Síðast tók þjálfari Þjóðverja æðiskast á Íslandi og nú fæst hér hveitibjór Þegar Þjóðverjar hugsa til Íslands og fótbolta þá hugsa þeir um Rudi Völler að hella úr skálum reiði sinnar og láta fjölmiðlamenn heyra það, eftir markalaust jafntefli á Laugardalsvelli árið 2003. 8. september 2021 12:00 Átján ár frá jafnteflinu fræga | Arnar Þór og Eiður Smári nú á hliðarlínunni Fyrir átján árum og tveimur dögum, eða 6577 dögum síðan, gerðu Ísland og Þýskaland markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Ísland fær tækifæri til að endurtaka leikinn í kvöld er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2022. 8. september 2021 07:31 Leikfær Jóhann Berg segir íslenska liðið þurfa að hlaupa úr sér lungun „Ég æfði í dag og smá í gær (í gær og fyrradag) svo þetta er allt á fínu róli,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 og Vísi hann væri klár í slaginn er Ísland mætir Þýskalandi í kvöld á Laugardalsvelli. 8. september 2021 14:01 Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
„Við vitum að við erum að fara spila á heimavelli gegn einu besta landsliði heims. Við vitum að þeir verða meira með boltann og við þurfum að verjast. Við þurfum líka að þora að halda í boltann þegar við erum með hann, það er ómögulegt að hlaupa á eftir boltanum í 90 plús mínútur.“ „Við viljum fá að sjá okkar lið, sem er fljótt að færa sig milli svæða og fljótt að sækja. Svo er þetta spurning um hugarfar. Að vera tilbúnir að taka og hlaupa alla þessa metra vegna þess að þetta er erfitt en það er þannig í íþróttum, það þarf að leggja á sig til að ná árangri.“ Varðandi uppbyggingu landsliðsins „Við erum og gerum okkur grein fyrir því að staðan núna er allt önnur en þegar hún var þegar við tókum við liðinu. Þessi uppbyggingarfasi og þróun á liðinu er að gerast aðeins fyrr en við höfðum ætlað og planað.“ „Það breytir því ekki að við erum stoltir af hópnum sem við erum með í höndunum og við eigum mjög gott knattspyrnulið þó það séu ungir drengir í því. Þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við það að tapa öllum leikjum. Við eigum að vilja vinna leiki og það er líka þróun á liði og leikmönnum að þeir geri sér grein fyrir að þeir geti unnið knattspyrnuleiki og við viljum vinna knattspyrnuleiki. Við höldum þessari þróun að sjálfsögðu áfram en viljum líka vinna.“ Varðandi stöðuna á markvörðum liðsins „Hún er þannig að Hannes (Þór Halldórsson) er búinn að vera frábær fyrir Ísland í mörg mörg ár. Ég hef sagt það oft áður undanfarnar vikur að ferillinn hans Hannesar er ótrúlegur. Ekki bara hversu góður hann er í marki núna og hefur verið og er núna heldur hvað hann hefur þurft að hafa mikið fyrir því. „Hannes poppaði ekkert upp á yfirborðið sem fullþroskaður markmaður. Hann þurfti að leggja mikið á sig og er skólabókardæmi um þennan íslenska draum. Að koma úr íslensku deildinni og ná öllum þessum árangri.“ „Staðan nú er sú að Hannes verður ekki í markinu næstu fimm árin og við þurfum að kíkja hver er næsti ´fyrsti markmaður´ Íslands og Rúnar Alex er búinn að spila tvö leiki og gerði það að mörgu leyti mjög vel. Veit alveg sjálfur að hann gerði ákveðin mistök en þú verður að fá að gera mistök til að læra.“ „Það er ómögulegt að henda einhverjum inn í liðið og ætlast til að gera enginn geri mistök. Þá er mjög auðvelt að þróa knattspyrnulið. Þá getum við öll gert þetta. Það er bara þannig að við þurfum að taka þessi skref og vera tilbúin að taka þessu höggi sem stundum kemur á leikmenn. Ég gekk í gegnum það sjálfur sem leikmaður líka þannig það er bara hundleiðinlegt og erfitt en við gerum það besta úr því og þau skref á þeim forsendum og þeim tímum sem við teljum að það sé best.“ Klippa: Arnar Þór fer yfir stöðuna á landsliðinu Að vera með hóp í þessari stöðu í undankeppni heimsmeistaramóts „Þetta er mjög erfitt og það að mörgu leyti. Þetta er erfitt því við erum í þessari þróun. Þetta er erfitt því við erum í þriggja leikja glugga. Þessir þriggja leikja gluggar eru mjög flóknir að því leytinu til að það er leikið þétt, lítið hægt að æfa.“ „Þetta eru erfitt út af umræðunni, við erum ekkert að fela okkur á bakvið það, við vitum að þetta er erfitt. Við vitum líka að sem íþróttamenn þarftu að reyna stjórna því sem þú getur stjórnað. Við höfum reynt að gera það alla þessa daga sem við erum saman. Það er leikur á morgun og það sem ég er ánægðastur með er að ég sé enn orku í liðinu, í leikmönnum, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ég finn það hjá sjálfum mér að það er enn orka, gleði og jákvæðni við að takast á við þetta. Ef það væri ekki þá væri þetta hundleiðinlegt. Mér finnst þetta enn rosalega skemmtilegt.“ „Það er stormur, stormur á sjó. Eitthvað sem við þurfum að takast á, sagði í gær eða hinn að við þurfum öll að takast á við þetta saman. Þurfum að ræða hlutina, hætta að öskra á hvort annað og reyna finna lausnir á þeim vandamálum sem eru og gera það saman,“ sagði Arnar Þór Viðarsson að endingu. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður einnig umfjöllun um leikinn, einkunnir og viðtöl.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Síðast tók þjálfari Þjóðverja æðiskast á Íslandi og nú fæst hér hveitibjór Þegar Þjóðverjar hugsa til Íslands og fótbolta þá hugsa þeir um Rudi Völler að hella úr skálum reiði sinnar og láta fjölmiðlamenn heyra það, eftir markalaust jafntefli á Laugardalsvelli árið 2003. 8. september 2021 12:00 Átján ár frá jafnteflinu fræga | Arnar Þór og Eiður Smári nú á hliðarlínunni Fyrir átján árum og tveimur dögum, eða 6577 dögum síðan, gerðu Ísland og Þýskaland markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Ísland fær tækifæri til að endurtaka leikinn í kvöld er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2022. 8. september 2021 07:31 Leikfær Jóhann Berg segir íslenska liðið þurfa að hlaupa úr sér lungun „Ég æfði í dag og smá í gær (í gær og fyrradag) svo þetta er allt á fínu róli,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 og Vísi hann væri klár í slaginn er Ísland mætir Þýskalandi í kvöld á Laugardalsvelli. 8. september 2021 14:01 Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
Síðast tók þjálfari Þjóðverja æðiskast á Íslandi og nú fæst hér hveitibjór Þegar Þjóðverjar hugsa til Íslands og fótbolta þá hugsa þeir um Rudi Völler að hella úr skálum reiði sinnar og láta fjölmiðlamenn heyra það, eftir markalaust jafntefli á Laugardalsvelli árið 2003. 8. september 2021 12:00
Átján ár frá jafnteflinu fræga | Arnar Þór og Eiður Smári nú á hliðarlínunni Fyrir átján árum og tveimur dögum, eða 6577 dögum síðan, gerðu Ísland og Þýskaland markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Ísland fær tækifæri til að endurtaka leikinn í kvöld er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2022. 8. september 2021 07:31
Leikfær Jóhann Berg segir íslenska liðið þurfa að hlaupa úr sér lungun „Ég æfði í dag og smá í gær (í gær og fyrradag) svo þetta er allt á fínu róli,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 og Vísi hann væri klár í slaginn er Ísland mætir Þýskalandi í kvöld á Laugardalsvelli. 8. september 2021 14:01
Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01