Átján ár frá jafnteflinu fræga | Arnar Þór og Eiður Smári nú á hliðarlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 07:31 Eiður Smári og Oliver Kahn á góðri stundu. Martin Rose/Getty Images Fyrir átján árum og tveimur dögum, eða 6577 dögum síðan, gerðu Ísland og Þýskaland markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Ísland fær tækifæri til að endurtaka leikinn í kvöld er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2022. Haustið 2003 mætti þýska landsliðið á Laugardalsvall Oliver Kahn í markinu, Carsten Ramelow í vörninni, Sebastian Kehl, Michael Ballack og Bernd Schneider á miðjunni að ógleymdum Miroslav Klose upp á topp. Þeir komust hvorki lönd né strönd gegn íslensku liði með Árna Gaut Arason í markinu. Pétur Marteinsson, Ólaf Örn Bjarnason, Indriða Sigurðsson, Lárus Orra Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson í vörninni. Jóhannes Karl og Þórður Guðjónsson voru á miðjunni ásamt Rúnari Kristinssyni. Að lokum voru Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson fremstu menn. Inn af varamannabekk Íslands komu þeir Helgi Sigurðsson, Arnar Grétarsson og núverandi landsliðsþjálfari, Arnar Þór Viðarsson. Oliver Kahn og Heiðar Helguson elduðu grátt silfur saman í leiknum á Laugardalsvelli þann 6. september 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Leikurinn er ef til vill hvað frægastur fyrir það þegar Heiðar Helguson sagði Oliver Kahn til syndanna. Það og búningi Íslands á þeim tíma. Þjálfarateymi Íslands tók því þátt í leiknum fyrir hartnær 18 árum síðan. Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, gæti spilað er Þjóðverjar mæta á Laugardalsvöllinn á nýjan leik. Sömu sögu er að segja af Rúnari Alex Rúnarssyni – syni Rúnars Kristinssonar – sem og af Ísaki Bergmanni Jóhannessyni – syni Jóhannes Karls Guðjónssonar. Þjóðverjar hefndu vissulega fyrri markalausa jafnteflið er þeir unnu Ísland 3-0 heima og því margt líkt með viðureignum liðanna tveggja árið 2003 og nú 2021. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist á Laugardalsvelli í kvöld. Eiður Smári og Rúnar Kristinsson skilja hvorki upp né niður í ákvörðun dómarans.Kurt Vinion/Getty Images Leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá má finna umfjöllun, viðtöl og einkunnir að leik loknum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
Haustið 2003 mætti þýska landsliðið á Laugardalsvall Oliver Kahn í markinu, Carsten Ramelow í vörninni, Sebastian Kehl, Michael Ballack og Bernd Schneider á miðjunni að ógleymdum Miroslav Klose upp á topp. Þeir komust hvorki lönd né strönd gegn íslensku liði með Árna Gaut Arason í markinu. Pétur Marteinsson, Ólaf Örn Bjarnason, Indriða Sigurðsson, Lárus Orra Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson í vörninni. Jóhannes Karl og Þórður Guðjónsson voru á miðjunni ásamt Rúnari Kristinssyni. Að lokum voru Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson fremstu menn. Inn af varamannabekk Íslands komu þeir Helgi Sigurðsson, Arnar Grétarsson og núverandi landsliðsþjálfari, Arnar Þór Viðarsson. Oliver Kahn og Heiðar Helguson elduðu grátt silfur saman í leiknum á Laugardalsvelli þann 6. september 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Leikurinn er ef til vill hvað frægastur fyrir það þegar Heiðar Helguson sagði Oliver Kahn til syndanna. Það og búningi Íslands á þeim tíma. Þjálfarateymi Íslands tók því þátt í leiknum fyrir hartnær 18 árum síðan. Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, gæti spilað er Þjóðverjar mæta á Laugardalsvöllinn á nýjan leik. Sömu sögu er að segja af Rúnari Alex Rúnarssyni – syni Rúnars Kristinssonar – sem og af Ísaki Bergmanni Jóhannessyni – syni Jóhannes Karls Guðjónssonar. Þjóðverjar hefndu vissulega fyrri markalausa jafnteflið er þeir unnu Ísland 3-0 heima og því margt líkt með viðureignum liðanna tveggja árið 2003 og nú 2021. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist á Laugardalsvelli í kvöld. Eiður Smári og Rúnar Kristinsson skilja hvorki upp né niður í ákvörðun dómarans.Kurt Vinion/Getty Images Leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá má finna umfjöllun, viðtöl og einkunnir að leik loknum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira