Öskuillur Van Gaal: „Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, ert bara blaðamaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 16:31 Louis van Gaal er einstakur í alla staði. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Hinn sjötugi þjálfari hollenska landsliðsins, Louis van Gaal, var ekki parsáttur við fullyrðingu blaðamanns fyrir leik Hollands og Tyrklands. Fullyrðingin sneri þó ekki að spilamennsku Hollands heldur að enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Holland rúllaði yfir Tyrkland í toppslag G-riðils í gær er liðin mættust í Amsterdam, lokatölur 6-1 Hollendingum í vil sem nýttu sér það að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrklands, lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 3-0. Spilamennska Hollands er eitt en framkoma Louis van Gaal er annað. Eins og Vísir greindi frá er Van Gaal ekki par hrifinn af Formúlu 1 og nú er ljóst að hann er mikill aðdáandi Thomas Tuchel og Chelsea. Svo mikill aðdáandi er hann að þjálfarinn lét blaðamanninn Valentijn Drissen heyra það sem finnst Chelsea spila varnarsinnaðan bolta. „Það er alls ekki þannig Valentijn. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Mér þykir leitt að segja það en þú ert bara blaðamaður. Þú ert að reyna koma þinni sýn á framfæri en þú hefur enga fótboltasýn. Þú býrð yfir sýn fyrir dagblaðið þitt, frábært. Það vekur athygli og allt það,“ sagði Van Gaal öskuillur eftir að Drissen dirfðist að gefa til kynna að Chelsea væri varnarsinnað lið. Hann hélt svo áfram að láta blaðamanninn heyra það. „Það er hægt að sækja á góðan hátt með 5-3-2 eða 5-2-3 leikkerfi. Það sýnir Chelsea með fullt af mismunandi leikmönnum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Tuchel,“ bætti hann við og þóttist taka ósýnilegan hatt af höfði sínu. „Þú ættir að lesa bókina mína því ég held þú hafir gert það,“ sagði Van Gaal að endingu. Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Einnig sést Memphis, aðalstjarna Hollands, glotta við tönn og taka góðan vatnssopa er Van Gaal byrjaði að láta gamminn geysa. Memphis Depay's "Oh, mate, you've really gone and done it now" mood as he quietly laughs and drinks his water is perfect.pic.twitter.com/pZDZgrxA8W— MUNDIAL (@MundialMag) September 7, 2021 Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18 Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59 Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Holland rúllaði yfir Tyrkland í toppslag G-riðils í gær er liðin mættust í Amsterdam, lokatölur 6-1 Hollendingum í vil sem nýttu sér það að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrklands, lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 3-0. Spilamennska Hollands er eitt en framkoma Louis van Gaal er annað. Eins og Vísir greindi frá er Van Gaal ekki par hrifinn af Formúlu 1 og nú er ljóst að hann er mikill aðdáandi Thomas Tuchel og Chelsea. Svo mikill aðdáandi er hann að þjálfarinn lét blaðamanninn Valentijn Drissen heyra það sem finnst Chelsea spila varnarsinnaðan bolta. „Það er alls ekki þannig Valentijn. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Mér þykir leitt að segja það en þú ert bara blaðamaður. Þú ert að reyna koma þinni sýn á framfæri en þú hefur enga fótboltasýn. Þú býrð yfir sýn fyrir dagblaðið þitt, frábært. Það vekur athygli og allt það,“ sagði Van Gaal öskuillur eftir að Drissen dirfðist að gefa til kynna að Chelsea væri varnarsinnað lið. Hann hélt svo áfram að láta blaðamanninn heyra það. „Það er hægt að sækja á góðan hátt með 5-3-2 eða 5-2-3 leikkerfi. Það sýnir Chelsea með fullt af mismunandi leikmönnum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Tuchel,“ bætti hann við og þóttist taka ósýnilegan hatt af höfði sínu. „Þú ættir að lesa bókina mína því ég held þú hafir gert það,“ sagði Van Gaal að endingu. Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Einnig sést Memphis, aðalstjarna Hollands, glotta við tönn og taka góðan vatnssopa er Van Gaal byrjaði að láta gamminn geysa. Memphis Depay's "Oh, mate, you've really gone and done it now" mood as he quietly laughs and drinks his water is perfect.pic.twitter.com/pZDZgrxA8W— MUNDIAL (@MundialMag) September 7, 2021
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18 Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59 Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18
Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59
Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31