Öskuillur Van Gaal: „Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, ert bara blaðamaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 16:31 Louis van Gaal er einstakur í alla staði. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Hinn sjötugi þjálfari hollenska landsliðsins, Louis van Gaal, var ekki parsáttur við fullyrðingu blaðamanns fyrir leik Hollands og Tyrklands. Fullyrðingin sneri þó ekki að spilamennsku Hollands heldur að enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Holland rúllaði yfir Tyrkland í toppslag G-riðils í gær er liðin mættust í Amsterdam, lokatölur 6-1 Hollendingum í vil sem nýttu sér það að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrklands, lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 3-0. Spilamennska Hollands er eitt en framkoma Louis van Gaal er annað. Eins og Vísir greindi frá er Van Gaal ekki par hrifinn af Formúlu 1 og nú er ljóst að hann er mikill aðdáandi Thomas Tuchel og Chelsea. Svo mikill aðdáandi er hann að þjálfarinn lét blaðamanninn Valentijn Drissen heyra það sem finnst Chelsea spila varnarsinnaðan bolta. „Það er alls ekki þannig Valentijn. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Mér þykir leitt að segja það en þú ert bara blaðamaður. Þú ert að reyna koma þinni sýn á framfæri en þú hefur enga fótboltasýn. Þú býrð yfir sýn fyrir dagblaðið þitt, frábært. Það vekur athygli og allt það,“ sagði Van Gaal öskuillur eftir að Drissen dirfðist að gefa til kynna að Chelsea væri varnarsinnað lið. Hann hélt svo áfram að láta blaðamanninn heyra það. „Það er hægt að sækja á góðan hátt með 5-3-2 eða 5-2-3 leikkerfi. Það sýnir Chelsea með fullt af mismunandi leikmönnum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Tuchel,“ bætti hann við og þóttist taka ósýnilegan hatt af höfði sínu. „Þú ættir að lesa bókina mína því ég held þú hafir gert það,“ sagði Van Gaal að endingu. Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Einnig sést Memphis, aðalstjarna Hollands, glotta við tönn og taka góðan vatnssopa er Van Gaal byrjaði að láta gamminn geysa. Memphis Depay's "Oh, mate, you've really gone and done it now" mood as he quietly laughs and drinks his water is perfect.pic.twitter.com/pZDZgrxA8W— MUNDIAL (@MundialMag) September 7, 2021 Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18 Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59 Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Holland rúllaði yfir Tyrkland í toppslag G-riðils í gær er liðin mættust í Amsterdam, lokatölur 6-1 Hollendingum í vil sem nýttu sér það að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrklands, lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 3-0. Spilamennska Hollands er eitt en framkoma Louis van Gaal er annað. Eins og Vísir greindi frá er Van Gaal ekki par hrifinn af Formúlu 1 og nú er ljóst að hann er mikill aðdáandi Thomas Tuchel og Chelsea. Svo mikill aðdáandi er hann að þjálfarinn lét blaðamanninn Valentijn Drissen heyra það sem finnst Chelsea spila varnarsinnaðan bolta. „Það er alls ekki þannig Valentijn. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Mér þykir leitt að segja það en þú ert bara blaðamaður. Þú ert að reyna koma þinni sýn á framfæri en þú hefur enga fótboltasýn. Þú býrð yfir sýn fyrir dagblaðið þitt, frábært. Það vekur athygli og allt það,“ sagði Van Gaal öskuillur eftir að Drissen dirfðist að gefa til kynna að Chelsea væri varnarsinnað lið. Hann hélt svo áfram að láta blaðamanninn heyra það. „Það er hægt að sækja á góðan hátt með 5-3-2 eða 5-2-3 leikkerfi. Það sýnir Chelsea með fullt af mismunandi leikmönnum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Tuchel,“ bætti hann við og þóttist taka ósýnilegan hatt af höfði sínu. „Þú ættir að lesa bókina mína því ég held þú hafir gert það,“ sagði Van Gaal að endingu. Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Einnig sést Memphis, aðalstjarna Hollands, glotta við tönn og taka góðan vatnssopa er Van Gaal byrjaði að láta gamminn geysa. Memphis Depay's "Oh, mate, you've really gone and done it now" mood as he quietly laughs and drinks his water is perfect.pic.twitter.com/pZDZgrxA8W— MUNDIAL (@MundialMag) September 7, 2021
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18 Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59 Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18
Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59
Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31