Fótbolti

Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Memphis Depay skoraði tvö mörk fyrir Hollendinga í kvöld.
Memphis Depay skoraði tvö mörk fyrir Hollendinga í kvöld. Getty/Eric Verhoeven

Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum.

Memphis Depay skoraði fyrstu tvö mörk leiksins þegar að Hollendingar unnu 4-0 sigur á Svartfellingum í G-riðli. Georginio Wijnaldum og Cody Gakpo bættu sínu markinu við hvor og tryggðu stórsigur Hollendinga.

Halil Dervisoglu skoraði fyrsta mark Tyrkja í 3-0 sigri liðsins á Gíbraltar í sama riðli. Hakan Calhanoglu lagði upp fyrsta markið og skoraði mark númer tvö, áður en að Kenan Karaman innsyglaði 3-0 sigurinn.

Tyrkir eru nú á toppi riðilsins með 11 stig eftir fimm leiki, einu stigi meira en bæði Hollendingar og Norðmenn sem sitja í öðru og þriðja sæti.

Skotar eru nú í þriðja sæti F-riðils eftir 1-0 sigur á Moldavíu. Lyndon Dykes skoraði mark Skota snemma leiks.

Í sama riðli vann Ísrael 5-2 sigur á Austurríki og lyfti sér upp í annað sæti riðilsins með tíu stig. Austurríkismenn sitja í fjórða sæti með sjö stig.

Í H-riðli gerðu unnu Króatar nauman 1-0 sigur gegn Slóvakíu, en þar eru Rússar efstir með tíu stig og Króatar í öðru sæti einnig með tíu. Marcelo Brozovic skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok.

Öll úrslit dagsins

A-riðill

Írland 1-1 Aserbaídsjan

Serbía 4-1 Lúxemborg

D-riðill

Finnland 1-0 Kasakstan

Úkraína 1-1 Frakkland

F-riðill

Færeyjar 0-1 Danmörk

Ísrael 5-2 Austurríki

Skotland 1-0 Moldavía

G-riðill

Lettland 0-2 Noregur

Gíbraltar 0-3 Tyrkland

Holland 4-0 Svartfjallaland

H-riðill

Kýpur 0-2 Rússland

Slóvenía 1-0 Malta

Slóvakía 0-1 Króatía


Tengdar fréttir

Fimmta jafntefli Úkraínumanna í röð

Frakkland mætti Úkraínu í D-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Liðin skildu jöfn 1-1, en þetta var annað jafntefli Frakka í röð, en það fimmta hjá Úkraínumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×