Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2021 19:27 Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum. Vísir/RAX Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Skaftá og Skaftárjökul í dag þar sem hann tók myndirnar og myndbandið sem sjá má hér í fréttinni. Þar má glögglega sjá kraftinn í hlaupinu. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist væri að hlaupvatnið gæti náð byggð síðla dags á morgun eða fimmtudagsmorgun. Ekki er þó talið líklegt að mannvirki séu í hættu, önnur en vegir sem liggja á svæðinu í grennd við Skaftá. Krafturinn er töluverðurVísir/RAX Eins og sést glögglega er töluvert rennsli í Skaftá en áætlað er að um 75 gígalítrar af hlaupvatni hafi komið fram við Sveinstind á fyrsta sólarhringi hlaupsins. Mælieiningin gígalíter er teningur sem er 100 metrar á kant, eða það sama og ein milljón rúmmetra af vatni, eða einn milljarður lítra. Til samanburðar þarf um eitt þúsund rúmmetra af vatni til að fylla Laugardalsslaugina. Vegurinn í Skaftárdal er farinn í sundur eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Skaftá er þegar byrjuð að flæða yfir vegi.Vísir/RAX Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp á rúma 560m3/sek. Það sama gildir um rennsli við Sveinstind sem mælist áfram rétt undir 1.500m3/sek. Mælingar gefa til kynna að heildarrúmmál eystri ketilsins hafi verið um 260 gígalítrar áður en hljóp úr honum. Það má því áætla að aðeins um 1/3 heildarrúmmáls hlaupvatnsins sé nú þegar kominn fram við Sveinstind. Ketilinn hefur sigið eins og sést glögglega hér.Vísir/RAX Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum úr eystri katlinum svo ætla má að núverandi hlaup komi til með að vara lengur. Hlaup sem varir lengur, ásamt hárri vatnsstöðu í upphafi hlaups, getur orsakað meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð, að því er segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mesti hamagangurinn í dag var við brýrnar yfir í Skaftárdal, efstu jörðina í Skaftártungu, þar sem flætt hefur yfir veginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp án 560m3/sek.Visir/RAX Skaftáin breiðir úr sér.Visir/RAX Mikið rennsli er í ánni.Vísir/RAX Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Umhverfismál Samgöngur Tengdar fréttir Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Skaftá og Skaftárjökul í dag þar sem hann tók myndirnar og myndbandið sem sjá má hér í fréttinni. Þar má glögglega sjá kraftinn í hlaupinu. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist væri að hlaupvatnið gæti náð byggð síðla dags á morgun eða fimmtudagsmorgun. Ekki er þó talið líklegt að mannvirki séu í hættu, önnur en vegir sem liggja á svæðinu í grennd við Skaftá. Krafturinn er töluverðurVísir/RAX Eins og sést glögglega er töluvert rennsli í Skaftá en áætlað er að um 75 gígalítrar af hlaupvatni hafi komið fram við Sveinstind á fyrsta sólarhringi hlaupsins. Mælieiningin gígalíter er teningur sem er 100 metrar á kant, eða það sama og ein milljón rúmmetra af vatni, eða einn milljarður lítra. Til samanburðar þarf um eitt þúsund rúmmetra af vatni til að fylla Laugardalsslaugina. Vegurinn í Skaftárdal er farinn í sundur eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Skaftá er þegar byrjuð að flæða yfir vegi.Vísir/RAX Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp á rúma 560m3/sek. Það sama gildir um rennsli við Sveinstind sem mælist áfram rétt undir 1.500m3/sek. Mælingar gefa til kynna að heildarrúmmál eystri ketilsins hafi verið um 260 gígalítrar áður en hljóp úr honum. Það má því áætla að aðeins um 1/3 heildarrúmmáls hlaupvatnsins sé nú þegar kominn fram við Sveinstind. Ketilinn hefur sigið eins og sést glögglega hér.Vísir/RAX Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum úr eystri katlinum svo ætla má að núverandi hlaup komi til með að vara lengur. Hlaup sem varir lengur, ásamt hárri vatnsstöðu í upphafi hlaups, getur orsakað meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð, að því er segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mesti hamagangurinn í dag var við brýrnar yfir í Skaftárdal, efstu jörðina í Skaftártungu, þar sem flætt hefur yfir veginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp án 560m3/sek.Visir/RAX Skaftáin breiðir úr sér.Visir/RAX Mikið rennsli er í ánni.Vísir/RAX
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Umhverfismál Samgöngur Tengdar fréttir Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51