Innlent

Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018.
Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018. Vísir/Egill

Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt.

Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Vatnið heldur áfram að hækka niður við þjóðveg eitt að hennar sögn og segir hún að við því megi búast í dag og á morgun og jafnvel næstu daga. 

Elísabet segir ekki hafa heyrt af því að hlaupið hafi valdið skemmdum á vegakerfinu eða öðrum mannvirkjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×