Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 22:23 Áróðursskilti gegn Brexit á Norður-Írlandi árið 2018. Ótti margra var að gömul átök sambands- og þjóðernissinna tækju sig upp aftur ef komið yrði upp hörðum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn. Eitt helsta vandræðamálið sem þurfti að leysa áður en Bretland gat gengið úr Evrópusambandinu í upphafi árs var hvernig viðskipti á milli sambandsins og Bretlands yrði háttað á Norður-Írlandi. Írland er enn í Evrópusambandinu en enginn vilji var til þess að setja upp landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands þar sem það var talið geta ógnað brothættum friði sem hefur ríkt undanfarna áratugi. Hins vegar var heldur ekki áhugi á að takmarka viðskipti á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Niðurstaðan var sú að ákveðnar vörur sæta tollaeftirliti sem fara á milli Norður-Írlands og Bretlands austan Írlandshafs tímabundið eftir útgönguna. Það fyrirkomulag hefur valdið töluverðri spennu á Norður-Írlandi og átti meðal annars þátt í óeirðum sambandssinna fyrr á þessu ári. Bresk stjórnvöld vilja semja um breytingar á fyrirkomulaginu á Norður-Írlandi en Evrópusambandið hefur fram að þessu ekki ljáð máls á því. Sambandið telur bresk stjórnvöld hafa brotið samkomulag með því að breyta reglum um viðskipti um Norður-Írland en ákvað að bíða með málaferli vegna þess í sumar. David Frost, Brexit-ráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þetta aðlögunartímabil Norður-Írlands haldi áfram um sinn. „Til þess að skapa svigrúm fyrir mögulegar frekari viðræður og til að veita fyrirtækjum vissu og stöðugleika á meðan slíkar viðræður færu fram ætlar ríkisstjórnin að halda áfram reglunum eins og þær eru,“ sagði Frost í yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Brexit Bretland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Eitt helsta vandræðamálið sem þurfti að leysa áður en Bretland gat gengið úr Evrópusambandinu í upphafi árs var hvernig viðskipti á milli sambandsins og Bretlands yrði háttað á Norður-Írlandi. Írland er enn í Evrópusambandinu en enginn vilji var til þess að setja upp landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands þar sem það var talið geta ógnað brothættum friði sem hefur ríkt undanfarna áratugi. Hins vegar var heldur ekki áhugi á að takmarka viðskipti á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Niðurstaðan var sú að ákveðnar vörur sæta tollaeftirliti sem fara á milli Norður-Írlands og Bretlands austan Írlandshafs tímabundið eftir útgönguna. Það fyrirkomulag hefur valdið töluverðri spennu á Norður-Írlandi og átti meðal annars þátt í óeirðum sambandssinna fyrr á þessu ári. Bresk stjórnvöld vilja semja um breytingar á fyrirkomulaginu á Norður-Írlandi en Evrópusambandið hefur fram að þessu ekki ljáð máls á því. Sambandið telur bresk stjórnvöld hafa brotið samkomulag með því að breyta reglum um viðskipti um Norður-Írland en ákvað að bíða með málaferli vegna þess í sumar. David Frost, Brexit-ráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þetta aðlögunartímabil Norður-Írlands haldi áfram um sinn. „Til þess að skapa svigrúm fyrir mögulegar frekari viðræður og til að veita fyrirtækjum vissu og stöðugleika á meðan slíkar viðræður færu fram ætlar ríkisstjórnin að halda áfram reglunum eins og þær eru,“ sagði Frost í yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Brexit Bretland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37