Valdaránsmenn í Gíneu boða nýja þjóðstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 18:37 Mamadi Doumbouya ofursti (f.m.) í fararbroddi valdaránsmanna í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á sunnudag. Þeir tóku Alpha Condé forseta höndum og felldu stjórnarskrána úr gildi. AP/Radio Television Guineenne Leiðtogi valdaránsmanna sem steyptu Alpha Condé, forseta Gíneu, af stóli um helgina boðar að ný þjóðstjórn verði mynduð á næstu vikum. Condé er enn í haldi valdaránsmanna og ekki liggur fyrir hvað verður um hann. Sérsveit gíneska hersins tók Condé höndum og rændi völdum í Vestur-Afríkulandinu í gær. Tilkynntu hermennirnir að stjórnarskrá landsins hefði verið felld úr gildi, landamærunum lokað og útgöngubanni á landsvísu komið á. Mamady Doumbouya, ofursti og leiðtogi valdaránsmannanna, segir að þjóðstjórnin eigi að stýra breytingunum sem fram undan eru, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lofar ráðherrum sem sátu í stjórn Condé að þeir verði ekki ofsóttir. Þeir megi hins vegar ekki yfirgefa landið og þeir verði að skila bifreiðum sem þeir fengu frá ríkisstjórninni. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja (Ecowas) hafa öll fordæmt valdaránið og krafist þess að borgaralegri stjórn verði aftur komið á í Gíneu. Doumbouya réttlætti valdaránið með því að hann hafi viljað binda enda á gengdarlausa spillingu, mannréttindabrot og óstjórn. Gínea er einn stærsti útflytjandi báxíðs í heiminum en það er notað til að framleiða súrál. Heimsmarkaðsverð á áli tók stökk eftir valdaránið og hefur það ekki verið hærra í áratug. Doumbouya sagði námufyrirtækjum að halda áfram framleiðslu sinni þar sem þau væru undanskilin útgöngubanninu í landinu. Condé var endurkjörin forseti í annað sinn í skugga ofbeldisfullra mótmæla í fyrra. Hann hefur verið sakaður um ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og mannréttindabrot. Mamoudou Nagnalen Barry, stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Þjóðfylking til varnar stjórnarskránni (FNDC), segir tilfinningar sínar um valdaránið blendnar en að hann taki því þó fagnandi. Hann vonist til þess að herinn skili völdunum brátt aftur í hendur óbreyttra borgara. Gínea Tengdar fréttir Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Sérsveit gíneska hersins tók Condé höndum og rændi völdum í Vestur-Afríkulandinu í gær. Tilkynntu hermennirnir að stjórnarskrá landsins hefði verið felld úr gildi, landamærunum lokað og útgöngubanni á landsvísu komið á. Mamady Doumbouya, ofursti og leiðtogi valdaránsmannanna, segir að þjóðstjórnin eigi að stýra breytingunum sem fram undan eru, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lofar ráðherrum sem sátu í stjórn Condé að þeir verði ekki ofsóttir. Þeir megi hins vegar ekki yfirgefa landið og þeir verði að skila bifreiðum sem þeir fengu frá ríkisstjórninni. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja (Ecowas) hafa öll fordæmt valdaránið og krafist þess að borgaralegri stjórn verði aftur komið á í Gíneu. Doumbouya réttlætti valdaránið með því að hann hafi viljað binda enda á gengdarlausa spillingu, mannréttindabrot og óstjórn. Gínea er einn stærsti útflytjandi báxíðs í heiminum en það er notað til að framleiða súrál. Heimsmarkaðsverð á áli tók stökk eftir valdaránið og hefur það ekki verið hærra í áratug. Doumbouya sagði námufyrirtækjum að halda áfram framleiðslu sinni þar sem þau væru undanskilin útgöngubanninu í landinu. Condé var endurkjörin forseti í annað sinn í skugga ofbeldisfullra mótmæla í fyrra. Hann hefur verið sakaður um ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og mannréttindabrot. Mamoudou Nagnalen Barry, stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Þjóðfylking til varnar stjórnarskránni (FNDC), segir tilfinningar sínar um valdaránið blendnar en að hann taki því þó fagnandi. Hann vonist til þess að herinn skili völdunum brátt aftur í hendur óbreyttra borgara.
Gínea Tengdar fréttir Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30
Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30
Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00