Fótbolti

Fastur í Gíneu eftir valda­rán

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Naby Keïta í leik Liverpool gegn Burnley. Nú er óvíst hvort hann nái næsta leik liðsins.
Naby Keïta í leik Liverpool gegn Burnley. Nú er óvíst hvort hann nái næsta leik liðsins. Catherine Ivill/Getty Images

Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns.

Vísir greindi frá því í gær að leik Gíneu og Marokkó í undankeppni HM í fótbolta var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Lið Marokkó fékk undanþágu til að fljúga heim á leið en annars hefur öllum landamærum til og frá landinu verið lokað.

Enska félagið er í stöðugu sambandi við leikmanninn og reynir allt sem í valdi þess stendur til að koma Keita til Englands sem fyrst. 

„Við erum ánægð með að hann sé öruggur og það sé vel hugsað um hann. Staðan getur breyst hratt og við munum vera í reglulegu sambandi við leikmanninn, knattspyrnusamband landsins og viðeigandi fólk innan Bretlands sem vinnur að málinu á meðan við reynum að koma Naby tímanlega til Liverpool á öruggan hátt,“ segir í tilkynningu Liverpool um málið.

Liverpool mætir Leeds United á Anfield á sunnudaginn kemur, 12. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×