Þakkar stuðninginn og segir markið hafa verið hina fullkomnu afmælisgjöf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 09:30 Bukayo Saka í leiknum gegn Andorra. Marc Atkins/Getty Images Bukayo Saka, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, sneri aftur á Wembley-leikvanginn í 4-0 sigri Englands á Andorra í undankeppni HM í fótbolta . Hann hafði ekki stigið fæti þar inn síðan hann brenndi af vítaspyrnunni sem tryggði Ítalíu sigur á Evrópumótinu fyrr í sumar. Saka, sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á sunnudag er leikurinn fór fram, skoraði fjórða og síðasta mark Englands í leiknum. Hann segir þann stuðning sem hann fékk á meðan leik stóð ómetanlegan en eftir að brenna af vítaspyrnunni gegn Ítalíu varð hann fyrir barðinu á kynþáttaníði og almennum viðbjóði á samfélagsmiðlum. „Þetta var fullkomin afmælisgjöf. Ég er mjög ánægður með þær mótttökur sem ég fékk hér í kvöld. Það sýnir hversu stolt fólk er fyrir mína hönd og það gerði mikið fyrir mig. Það fékk mig til að gefa allt sem ég átti í leikinn,“ sagði Saka í viðtali eftir leik. „Það breytir öllu. Meira að segja núna get ég heyrt stuðningsfólk okkar syngja nafn mitt. Það skiptir öllu máli. Það fær mig til að trúa að allir styðji við bakið á mér. Þetta er það sem mig dreymdi um, að spila á fullum Wembley fyrir framan fjölskylduna mína og skora á afmælisdaginn. Ég er mjög hamingjusamur,“ bætti þessi tvítugi leikmaður við. England fans singing 'Happy Birthday' to Bukayo Saka at full-time pic.twitter.com/v8Up9Yl6J1— Football Daily (@footballdaily) September 6, 2021 Ásamt því að skora eitt þá lagði Saka einnig upp annað af tveimur mörkum Jesse Lingard í leiknum. Með sigrinum er enska liðið komið skrefi nær HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Liðið mætir Póllandi ytra þann 8. september í líklega erfiðasta leik liðsins í undankeppninni til þessa. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. 6. september 2021 07:31 Lingard með tvö í sigri Englands á Andorra England vann 4-0 sigur á Andorra er liðin mættust á Wembley í Lundúnum í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Hálfgert B-lið Englendinga mætti til leiks sem átti í vandræðum framan af leik. 5. september 2021 17:55 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Saka, sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á sunnudag er leikurinn fór fram, skoraði fjórða og síðasta mark Englands í leiknum. Hann segir þann stuðning sem hann fékk á meðan leik stóð ómetanlegan en eftir að brenna af vítaspyrnunni gegn Ítalíu varð hann fyrir barðinu á kynþáttaníði og almennum viðbjóði á samfélagsmiðlum. „Þetta var fullkomin afmælisgjöf. Ég er mjög ánægður með þær mótttökur sem ég fékk hér í kvöld. Það sýnir hversu stolt fólk er fyrir mína hönd og það gerði mikið fyrir mig. Það fékk mig til að gefa allt sem ég átti í leikinn,“ sagði Saka í viðtali eftir leik. „Það breytir öllu. Meira að segja núna get ég heyrt stuðningsfólk okkar syngja nafn mitt. Það skiptir öllu máli. Það fær mig til að trúa að allir styðji við bakið á mér. Þetta er það sem mig dreymdi um, að spila á fullum Wembley fyrir framan fjölskylduna mína og skora á afmælisdaginn. Ég er mjög hamingjusamur,“ bætti þessi tvítugi leikmaður við. England fans singing 'Happy Birthday' to Bukayo Saka at full-time pic.twitter.com/v8Up9Yl6J1— Football Daily (@footballdaily) September 6, 2021 Ásamt því að skora eitt þá lagði Saka einnig upp annað af tveimur mörkum Jesse Lingard í leiknum. Með sigrinum er enska liðið komið skrefi nær HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Liðið mætir Póllandi ytra þann 8. september í líklega erfiðasta leik liðsins í undankeppninni til þessa.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. 6. september 2021 07:31 Lingard með tvö í sigri Englands á Andorra England vann 4-0 sigur á Andorra er liðin mættust á Wembley í Lundúnum í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Hálfgert B-lið Englendinga mætti til leiks sem átti í vandræðum framan af leik. 5. september 2021 17:55 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. 6. september 2021 07:31
Lingard með tvö í sigri Englands á Andorra England vann 4-0 sigur á Andorra er liðin mættust á Wembley í Lundúnum í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Hálfgert B-lið Englendinga mætti til leiks sem átti í vandræðum framan af leik. 5. september 2021 17:55