Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 07:31 Trent Alexander-Arnold í gær. Marc Atkins/Getty Images England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að nýta leikmannahóp sinn og gerði fjölda breytinga er England mætti Andorra á Wembley. Trent fékk tækifæri hægra megin á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi Englands á meðan Reece James var í hægri bakverði og Kieran Tripper í þeim vinstri. Alls voru því þrír hægri bakverðir í byrjunarliði Englands. „Við vitum að hann er frábær leikmaður og við höfum viljað sjá hann á miðjunni í smá stund. Okkur líður eins og leikurinn í dag sé gott tækifæri til þess. Hann er frábær á boltann, sérstaklega með félagsliði sínu. Hann hefur verið innar á vellinum í undanförnum leikjum svo við erum að vona að honum líði betur þar nú en á síðustu leiktíð,“ sagði Southgate fyrir leikinn. Alexander-Arnold spilaði sem miðjumaður á sínum yngri árum en hefur verið einn albesti hægri bakvörður heims undanfarin ár. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær er England var lengi að ganga frá gestunum frá Andorra. Staðan var 1-0 þegar aðeins tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Fyrri hálfleikurinn þaut framhjá honum. Var vandræðalegt að sjá hann innar á vellinum í fyrri hálfleik þar sem hann er svo vanur að vera alveg út við hliðarlínu með Liverpool. Hann skapaði mestan usla þegar hann og Reece James skiptu tímabundið um stöðu. Annars stal Jude Bellingham senunni í fyrri hálfleik og skyggði á Alexander-Arnold,“ segir hjá The Mirror sem fór yfir frammistöðu leikmannsins á miðjunni. „Það kom ekki á óvart að hann hafi skipt um stöðu við James í hálfleik. Sá var ekki lengi að láta til sín taka og átti skot sem endaði í slánni. Alexander-Arnold virtist líða mun betur í stöðu hægri bakvarðar heldur en á miðri miðjunni.“ England vann þó leikinn eins og áður segir þökk sé tveimur mörkum frá Jesse Lingard ásamt einu frá bæði Harry Kane og Bukayo Saka. Englendingar mæta svo Pólverjum þann 8. september í síðasta leik þessa glugga. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að nýta leikmannahóp sinn og gerði fjölda breytinga er England mætti Andorra á Wembley. Trent fékk tækifæri hægra megin á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi Englands á meðan Reece James var í hægri bakverði og Kieran Tripper í þeim vinstri. Alls voru því þrír hægri bakverðir í byrjunarliði Englands. „Við vitum að hann er frábær leikmaður og við höfum viljað sjá hann á miðjunni í smá stund. Okkur líður eins og leikurinn í dag sé gott tækifæri til þess. Hann er frábær á boltann, sérstaklega með félagsliði sínu. Hann hefur verið innar á vellinum í undanförnum leikjum svo við erum að vona að honum líði betur þar nú en á síðustu leiktíð,“ sagði Southgate fyrir leikinn. Alexander-Arnold spilaði sem miðjumaður á sínum yngri árum en hefur verið einn albesti hægri bakvörður heims undanfarin ár. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær er England var lengi að ganga frá gestunum frá Andorra. Staðan var 1-0 þegar aðeins tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Fyrri hálfleikurinn þaut framhjá honum. Var vandræðalegt að sjá hann innar á vellinum í fyrri hálfleik þar sem hann er svo vanur að vera alveg út við hliðarlínu með Liverpool. Hann skapaði mestan usla þegar hann og Reece James skiptu tímabundið um stöðu. Annars stal Jude Bellingham senunni í fyrri hálfleik og skyggði á Alexander-Arnold,“ segir hjá The Mirror sem fór yfir frammistöðu leikmannsins á miðjunni. „Það kom ekki á óvart að hann hafi skipt um stöðu við James í hálfleik. Sá var ekki lengi að láta til sín taka og átti skot sem endaði í slánni. Alexander-Arnold virtist líða mun betur í stöðu hægri bakvarðar heldur en á miðri miðjunni.“ England vann þó leikinn eins og áður segir þökk sé tveimur mörkum frá Jesse Lingard ásamt einu frá bæði Harry Kane og Bukayo Saka. Englendingar mæta svo Pólverjum þann 8. september í síðasta leik þessa glugga.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira