Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 07:31 Trent Alexander-Arnold í gær. Marc Atkins/Getty Images England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að nýta leikmannahóp sinn og gerði fjölda breytinga er England mætti Andorra á Wembley. Trent fékk tækifæri hægra megin á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi Englands á meðan Reece James var í hægri bakverði og Kieran Tripper í þeim vinstri. Alls voru því þrír hægri bakverðir í byrjunarliði Englands. „Við vitum að hann er frábær leikmaður og við höfum viljað sjá hann á miðjunni í smá stund. Okkur líður eins og leikurinn í dag sé gott tækifæri til þess. Hann er frábær á boltann, sérstaklega með félagsliði sínu. Hann hefur verið innar á vellinum í undanförnum leikjum svo við erum að vona að honum líði betur þar nú en á síðustu leiktíð,“ sagði Southgate fyrir leikinn. Alexander-Arnold spilaði sem miðjumaður á sínum yngri árum en hefur verið einn albesti hægri bakvörður heims undanfarin ár. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær er England var lengi að ganga frá gestunum frá Andorra. Staðan var 1-0 þegar aðeins tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Fyrri hálfleikurinn þaut framhjá honum. Var vandræðalegt að sjá hann innar á vellinum í fyrri hálfleik þar sem hann er svo vanur að vera alveg út við hliðarlínu með Liverpool. Hann skapaði mestan usla þegar hann og Reece James skiptu tímabundið um stöðu. Annars stal Jude Bellingham senunni í fyrri hálfleik og skyggði á Alexander-Arnold,“ segir hjá The Mirror sem fór yfir frammistöðu leikmannsins á miðjunni. „Það kom ekki á óvart að hann hafi skipt um stöðu við James í hálfleik. Sá var ekki lengi að láta til sín taka og átti skot sem endaði í slánni. Alexander-Arnold virtist líða mun betur í stöðu hægri bakvarðar heldur en á miðri miðjunni.“ England vann þó leikinn eins og áður segir þökk sé tveimur mörkum frá Jesse Lingard ásamt einu frá bæði Harry Kane og Bukayo Saka. Englendingar mæta svo Pólverjum þann 8. september í síðasta leik þessa glugga. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að nýta leikmannahóp sinn og gerði fjölda breytinga er England mætti Andorra á Wembley. Trent fékk tækifæri hægra megin á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi Englands á meðan Reece James var í hægri bakverði og Kieran Tripper í þeim vinstri. Alls voru því þrír hægri bakverðir í byrjunarliði Englands. „Við vitum að hann er frábær leikmaður og við höfum viljað sjá hann á miðjunni í smá stund. Okkur líður eins og leikurinn í dag sé gott tækifæri til þess. Hann er frábær á boltann, sérstaklega með félagsliði sínu. Hann hefur verið innar á vellinum í undanförnum leikjum svo við erum að vona að honum líði betur þar nú en á síðustu leiktíð,“ sagði Southgate fyrir leikinn. Alexander-Arnold spilaði sem miðjumaður á sínum yngri árum en hefur verið einn albesti hægri bakvörður heims undanfarin ár. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær er England var lengi að ganga frá gestunum frá Andorra. Staðan var 1-0 þegar aðeins tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Fyrri hálfleikurinn þaut framhjá honum. Var vandræðalegt að sjá hann innar á vellinum í fyrri hálfleik þar sem hann er svo vanur að vera alveg út við hliðarlínu með Liverpool. Hann skapaði mestan usla þegar hann og Reece James skiptu tímabundið um stöðu. Annars stal Jude Bellingham senunni í fyrri hálfleik og skyggði á Alexander-Arnold,“ segir hjá The Mirror sem fór yfir frammistöðu leikmannsins á miðjunni. „Það kom ekki á óvart að hann hafi skipt um stöðu við James í hálfleik. Sá var ekki lengi að láta til sín taka og átti skot sem endaði í slánni. Alexander-Arnold virtist líða mun betur í stöðu hægri bakvarðar heldur en á miðri miðjunni.“ England vann þó leikinn eins og áður segir þökk sé tveimur mörkum frá Jesse Lingard ásamt einu frá bæði Harry Kane og Bukayo Saka. Englendingar mæta svo Pólverjum þann 8. september í síðasta leik þessa glugga.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira