Erlent

Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúar flýja talíbana.
Íbúar flýja talíbana. epa/Akhter Gulfam

Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl.

Þangað flúðu hersveitir stjórnarhersins sem ekki gáfust upp þegar talíbanar hrifsuðu til sín völdin á dögunum. 

Talsmaður talíbana segir að nú sé fullnaðarsigur unninn og þar með sé áratuga átökum í landinu lokið. 

Uppreisnarmenn segja þó ekki rétt að dalurinn sé komin undir yfirráð talíbana. Talsmaður þeirra segir í samtali við BBC að þar berjist menn enn. 

Talíbanar náðu öðrum svæðum landsins á sitt vald fyrir þremur vikum síðan og 15. ágúst féll höfuðborgin Kabúl þegar ríkisstjórn landsins, sem naut stuðnings vesturveldanna, var steypt af stóli og forsetinn Ashraf Ghani flúði land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×