Nafnarnir spiluðu sinn hundraðasta landsleik Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 18:20 Birkir Már Sævarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir hönd íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Íslenska liðið kom til baka gegn þeim norður-makedónsku í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu sitt hvort markið á lokakafla leiksins til að jafna 2-2, eftir að Ísland hafði lent 2-0 undir. Bæði Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu allan leikinn í dag og báðir voru þeir að leika sinn 100. landsleik. Aðeins einn karlmaður hefur áður spilað 100 landsleiki fyrir Ísland, Rúnar Kristinsson, sem er leikjahæstur í sögu landsliðsins með 104 landsleiki. Þeir nafnar geta báðir komist upp fyrir Rúnar í undankeppninni sem nú stendur yfir en Ísland ef hálfnað með sína leiki þar, fimm leikjum er lokið af tíu. 100!!! litli frændi minn. #fyrirmynd pic.twitter.com/bxF1jJHeb6— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 5, 2021 Birkir Már er 36 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik gegn Liechtenstein árið 2007, sem lauk með 1-1 jafntefli. Hinn 33 ára gamli Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik í 4-0 sigri á Andorra árið 2010. Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru næstir á eftir nöfnunum með 97 landsleiki hvor og þá er Kári Árnason í fimmta sæti eftir leik dagsins, sem var hans nítugasti leikur. Hann fór þar með upp fyrir Hermann Hreiðarsson sem lék 89 landsleiki á sínum landsliðsferli. HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Íslenska liðið kom til baka gegn þeim norður-makedónsku í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu sitt hvort markið á lokakafla leiksins til að jafna 2-2, eftir að Ísland hafði lent 2-0 undir. Bæði Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu allan leikinn í dag og báðir voru þeir að leika sinn 100. landsleik. Aðeins einn karlmaður hefur áður spilað 100 landsleiki fyrir Ísland, Rúnar Kristinsson, sem er leikjahæstur í sögu landsliðsins með 104 landsleiki. Þeir nafnar geta báðir komist upp fyrir Rúnar í undankeppninni sem nú stendur yfir en Ísland ef hálfnað með sína leiki þar, fimm leikjum er lokið af tíu. 100!!! litli frændi minn. #fyrirmynd pic.twitter.com/bxF1jJHeb6— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 5, 2021 Birkir Már er 36 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik gegn Liechtenstein árið 2007, sem lauk með 1-1 jafntefli. Hinn 33 ára gamli Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik í 4-0 sigri á Andorra árið 2010. Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru næstir á eftir nöfnunum með 97 landsleiki hvor og þá er Kári Árnason í fimmta sæti eftir leik dagsins, sem var hans nítugasti leikur. Hann fór þar með upp fyrir Hermann Hreiðarsson sem lék 89 landsleiki á sínum landsliðsferli.
HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11