Innlent

Land rís við Öskju

Árni Sæberg skrifar
Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.
Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875. Stöð 2

Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021.

Veðurstofan segir miðju þenslunnar vera við vesturjaðar Öskjuvatns nálægt Ólafsgígum. GPS-stöð þar sýni landris upp á um fimm sentímetra á mánuði.

Askja sé virk eldstöð og þar mælist reglulega skjálftar, en síðast hafi gosið í Öskju árið 1961.

Veðurstofan segir landris nú vera það fyrsta frá 1983, þegar reglulegar mælingar hófust. Í raun hafi land sigið einn sentímetra á ári frá 1983.

Veðurstofan segir líklegast að um innflæði kviku sé að ræða en þó sé ekki hægt að fullyrða um að kvikuinnflæði skýri landrisið.

Engin leið sé til að segja um hvort eldgos hefjist fljótlega en þenslutímabil líkt og það sem nú gengur yfir endi oftast án þess að til goss komi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×