Belgar og Pólverjar með stórsigra | Ítalir töpuðu sínum fyrstu stigum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2021 22:06 Romelu Lukaku skoraði tvö mörk fyrir Belga í kvöld. Vincent Van Doornick/Isosport/MB Media/Getty Images Íslendingar voru ekki þeir einu sem spiluðu landsleik í kvöld, en ellefu aðrir leikir fóru fram í undankeppni HM 2022. Belgar unnur 5-2 sigur gegn Eistum, Pólverjar unnu Albani 4-1 og Ítalir gerðu 1-1 jafntefli gegn Búlgaríu svo eitthvað sé nefnt. Mattias Kaeit kom Eistum yfir gegn Belgum strax á annari mínútu, en Hans Vanaken skoraði eitt mark og Romelu Lukaku tvö fyrir hálfleik og sáu til þess að staðan var 3-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Axel Witsel og Thomas Foket gerðu svo út um leikinn áður en Erik Sorga minnkaði muninn í 5-2 rétt fyrir leikslok. Belgar eru á toppi E-riðils með tíu stig, en Eistar reka lestina án stiga. Í sama riðli skoraði Antonin Barak eina mark leiksins þegar að Tékkar unnu 1-0 sigur á Hvít-Rússum og lyfti liðinu þar með í sjö stig í öðru sæti riðilsins. Í B-riðli sótti Kósovó sér sín fyrstu stig með 1-0 sigri gegn Georgíu og Svíar eru með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Spánverjum. Evrópumeistarar Ítalíu gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Búlgaríu þar sem að Federico Chiesa kom Ítölum yfir á 16. mínútu áður en Atanas Iliev jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Ítalir eru á toppi C-riðils með tíu stig, en Búlgaría situr í næst neðsta sæti með tvö. Þá unnu Norður-Írar 4-1 stórsigur gegn Litháen í sama riðli. Daniel Ballard, Conor Washington, Shane Lavery og Patrick McNair sáu um markaskorun Norður-Íra, en Rolandas Baravyka skoraði mark Litháa. Í I-riðli eru Englendingar á toppnum eftir öruggan 4-0 sigur gegn Ungverjum. Þeir eru fimm stigum fyrir ofan Pólverja sem unnu 4-1 sigur gegn Albönum. Robert Lewandowski, Adam Buska, Grzegorz Krychowiak og Karol Lynetti skoruðu mörk Pólverja. Þá unnu Andorra 2-0 sigur gegn San Marínó í uppgjöri stigalausu liðanna í þessum sama riðli. Í riðli okkar Íslendinga, J-riðli, unnu Þjóðverjar 2-0 sigur gegn Liechtenstein þar sem að Timo Werner og Leroy Sane skoruðu mörk Þjóðverja og Norður-Makedónía og Armenía gerðu markalaust jafntefli. B-riðill Georgía 0-1 Kósovó Svíþjóð 2-1 Spánn C-riðill Ítalía 1-1 Búlgaría Litháen 1-4 Norður-Írland E-riðill Tékkland 1-0 Hvíta-Rússland Eistland 2-5 Belgía I-riðill Andorra 2-0 San Marínó Ungverjaland 0-4 England Pólland 4-1 Albanía J-riðill Ísland 0-2 Rúmenía Liechtenstein 0-2 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Armenía HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Mattias Kaeit kom Eistum yfir gegn Belgum strax á annari mínútu, en Hans Vanaken skoraði eitt mark og Romelu Lukaku tvö fyrir hálfleik og sáu til þess að staðan var 3-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Axel Witsel og Thomas Foket gerðu svo út um leikinn áður en Erik Sorga minnkaði muninn í 5-2 rétt fyrir leikslok. Belgar eru á toppi E-riðils með tíu stig, en Eistar reka lestina án stiga. Í sama riðli skoraði Antonin Barak eina mark leiksins þegar að Tékkar unnu 1-0 sigur á Hvít-Rússum og lyfti liðinu þar með í sjö stig í öðru sæti riðilsins. Í B-riðli sótti Kósovó sér sín fyrstu stig með 1-0 sigri gegn Georgíu og Svíar eru með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Spánverjum. Evrópumeistarar Ítalíu gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Búlgaríu þar sem að Federico Chiesa kom Ítölum yfir á 16. mínútu áður en Atanas Iliev jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Ítalir eru á toppi C-riðils með tíu stig, en Búlgaría situr í næst neðsta sæti með tvö. Þá unnu Norður-Írar 4-1 stórsigur gegn Litháen í sama riðli. Daniel Ballard, Conor Washington, Shane Lavery og Patrick McNair sáu um markaskorun Norður-Íra, en Rolandas Baravyka skoraði mark Litháa. Í I-riðli eru Englendingar á toppnum eftir öruggan 4-0 sigur gegn Ungverjum. Þeir eru fimm stigum fyrir ofan Pólverja sem unnu 4-1 sigur gegn Albönum. Robert Lewandowski, Adam Buska, Grzegorz Krychowiak og Karol Lynetti skoruðu mörk Pólverja. Þá unnu Andorra 2-0 sigur gegn San Marínó í uppgjöri stigalausu liðanna í þessum sama riðli. Í riðli okkar Íslendinga, J-riðli, unnu Þjóðverjar 2-0 sigur gegn Liechtenstein þar sem að Timo Werner og Leroy Sane skoruðu mörk Þjóðverja og Norður-Makedónía og Armenía gerðu markalaust jafntefli. B-riðill Georgía 0-1 Kósovó Svíþjóð 2-1 Spánn C-riðill Ítalía 1-1 Búlgaría Litháen 1-4 Norður-Írland E-riðill Tékkland 1-0 Hvíta-Rússland Eistland 2-5 Belgía I-riðill Andorra 2-0 San Marínó Ungverjaland 0-4 England Pólland 4-1 Albanía J-riðill Ísland 0-2 Rúmenía Liechtenstein 0-2 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Armenía
B-riðill Georgía 0-1 Kósovó Svíþjóð 2-1 Spánn C-riðill Ítalía 1-1 Búlgaría Litháen 1-4 Norður-Írland E-riðill Tékkland 1-0 Hvíta-Rússland Eistland 2-5 Belgía I-riðill Andorra 2-0 San Marínó Ungverjaland 0-4 England Pólland 4-1 Albanía J-riðill Ísland 0-2 Rúmenía Liechtenstein 0-2 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Armenía
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50