Belgar og Pólverjar með stórsigra | Ítalir töpuðu sínum fyrstu stigum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2021 22:06 Romelu Lukaku skoraði tvö mörk fyrir Belga í kvöld. Vincent Van Doornick/Isosport/MB Media/Getty Images Íslendingar voru ekki þeir einu sem spiluðu landsleik í kvöld, en ellefu aðrir leikir fóru fram í undankeppni HM 2022. Belgar unnur 5-2 sigur gegn Eistum, Pólverjar unnu Albani 4-1 og Ítalir gerðu 1-1 jafntefli gegn Búlgaríu svo eitthvað sé nefnt. Mattias Kaeit kom Eistum yfir gegn Belgum strax á annari mínútu, en Hans Vanaken skoraði eitt mark og Romelu Lukaku tvö fyrir hálfleik og sáu til þess að staðan var 3-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Axel Witsel og Thomas Foket gerðu svo út um leikinn áður en Erik Sorga minnkaði muninn í 5-2 rétt fyrir leikslok. Belgar eru á toppi E-riðils með tíu stig, en Eistar reka lestina án stiga. Í sama riðli skoraði Antonin Barak eina mark leiksins þegar að Tékkar unnu 1-0 sigur á Hvít-Rússum og lyfti liðinu þar með í sjö stig í öðru sæti riðilsins. Í B-riðli sótti Kósovó sér sín fyrstu stig með 1-0 sigri gegn Georgíu og Svíar eru með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Spánverjum. Evrópumeistarar Ítalíu gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Búlgaríu þar sem að Federico Chiesa kom Ítölum yfir á 16. mínútu áður en Atanas Iliev jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Ítalir eru á toppi C-riðils með tíu stig, en Búlgaría situr í næst neðsta sæti með tvö. Þá unnu Norður-Írar 4-1 stórsigur gegn Litháen í sama riðli. Daniel Ballard, Conor Washington, Shane Lavery og Patrick McNair sáu um markaskorun Norður-Íra, en Rolandas Baravyka skoraði mark Litháa. Í I-riðli eru Englendingar á toppnum eftir öruggan 4-0 sigur gegn Ungverjum. Þeir eru fimm stigum fyrir ofan Pólverja sem unnu 4-1 sigur gegn Albönum. Robert Lewandowski, Adam Buska, Grzegorz Krychowiak og Karol Lynetti skoruðu mörk Pólverja. Þá unnu Andorra 2-0 sigur gegn San Marínó í uppgjöri stigalausu liðanna í þessum sama riðli. Í riðli okkar Íslendinga, J-riðli, unnu Þjóðverjar 2-0 sigur gegn Liechtenstein þar sem að Timo Werner og Leroy Sane skoruðu mörk Þjóðverja og Norður-Makedónía og Armenía gerðu markalaust jafntefli. B-riðill Georgía 0-1 Kósovó Svíþjóð 2-1 Spánn C-riðill Ítalía 1-1 Búlgaría Litháen 1-4 Norður-Írland E-riðill Tékkland 1-0 Hvíta-Rússland Eistland 2-5 Belgía I-riðill Andorra 2-0 San Marínó Ungverjaland 0-4 England Pólland 4-1 Albanía J-riðill Ísland 0-2 Rúmenía Liechtenstein 0-2 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Armenía HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Mattias Kaeit kom Eistum yfir gegn Belgum strax á annari mínútu, en Hans Vanaken skoraði eitt mark og Romelu Lukaku tvö fyrir hálfleik og sáu til þess að staðan var 3-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Axel Witsel og Thomas Foket gerðu svo út um leikinn áður en Erik Sorga minnkaði muninn í 5-2 rétt fyrir leikslok. Belgar eru á toppi E-riðils með tíu stig, en Eistar reka lestina án stiga. Í sama riðli skoraði Antonin Barak eina mark leiksins þegar að Tékkar unnu 1-0 sigur á Hvít-Rússum og lyfti liðinu þar með í sjö stig í öðru sæti riðilsins. Í B-riðli sótti Kósovó sér sín fyrstu stig með 1-0 sigri gegn Georgíu og Svíar eru með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Spánverjum. Evrópumeistarar Ítalíu gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Búlgaríu þar sem að Federico Chiesa kom Ítölum yfir á 16. mínútu áður en Atanas Iliev jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Ítalir eru á toppi C-riðils með tíu stig, en Búlgaría situr í næst neðsta sæti með tvö. Þá unnu Norður-Írar 4-1 stórsigur gegn Litháen í sama riðli. Daniel Ballard, Conor Washington, Shane Lavery og Patrick McNair sáu um markaskorun Norður-Íra, en Rolandas Baravyka skoraði mark Litháa. Í I-riðli eru Englendingar á toppnum eftir öruggan 4-0 sigur gegn Ungverjum. Þeir eru fimm stigum fyrir ofan Pólverja sem unnu 4-1 sigur gegn Albönum. Robert Lewandowski, Adam Buska, Grzegorz Krychowiak og Karol Lynetti skoruðu mörk Pólverja. Þá unnu Andorra 2-0 sigur gegn San Marínó í uppgjöri stigalausu liðanna í þessum sama riðli. Í riðli okkar Íslendinga, J-riðli, unnu Þjóðverjar 2-0 sigur gegn Liechtenstein þar sem að Timo Werner og Leroy Sane skoruðu mörk Þjóðverja og Norður-Makedónía og Armenía gerðu markalaust jafntefli. B-riðill Georgía 0-1 Kósovó Svíþjóð 2-1 Spánn C-riðill Ítalía 1-1 Búlgaría Litháen 1-4 Norður-Írland E-riðill Tékkland 1-0 Hvíta-Rússland Eistland 2-5 Belgía I-riðill Andorra 2-0 San Marínó Ungverjaland 0-4 England Pólland 4-1 Albanía J-riðill Ísland 0-2 Rúmenía Liechtenstein 0-2 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Armenía
B-riðill Georgía 0-1 Kósovó Svíþjóð 2-1 Spánn C-riðill Ítalía 1-1 Búlgaría Litháen 1-4 Norður-Írland E-riðill Tékkland 1-0 Hvíta-Rússland Eistland 2-5 Belgía I-riðill Andorra 2-0 San Marínó Ungverjaland 0-4 England Pólland 4-1 Albanía J-riðill Ísland 0-2 Rúmenía Liechtenstein 0-2 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Armenía
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50