Viðar Örn: „Við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2021 21:27 Viðar Örn Kjartansson var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið. Hann var svekktur með úrslit kvöldsins í ljósi þess að honum fannst liðið spila vel. Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins var svekktur með 2-0 tap liðsins gegn Rúmenum á Laugardalsveli í kvöld. Hann segir að það sé súrt að sjá liðið spila vel en fá ekkert út úr leiknum. „Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
„Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50