Erlent

Þýskir Jafnaðar­menn á mikilli siglingu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjármálaráðherra Þýskalands, Olaf Scholz, er kanslaraefni þýskra Jafnaðarmanna. Kosningar fara fram í landinu 26. september næstkomandi.
Fjármálaráðherra Þýskalands, Olaf Scholz, er kanslaraefni þýskra Jafnaðarmanna. Kosningar fara fram í landinu 26. september næstkomandi. AP

Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi.

Flokkurinn hefur ítrekað mælst stærstur í skoðanakönnunum að undanförnu, en í nýrri könnun Kantar segist fjórði hver kjósandi nú ætla sér að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn með fjármálaráðherrann Olaf Scholz sem kanslaraefni. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með 23 prósent.

Kristilegir demókratar, CDU, flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, hefur hins vegar sjaldan eða aldrei mælst með minna fylgi. Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata, á því ærið verk fyrir höndum að sannfæra kjósendur á síðustu vikum kosningabaráttunnar, en fylgi flokksins mælist nú 21 prósent.

Græningjar mælast í könnuninni með 19 prósent, Frjálsi lýðræðisflokkurinn og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland báðir með ellefu prósent og Vinstriflokkurinn sjö prósent.

Þingkosningar fara fram í Þýskalandi 26. september næstkomandi. 


Tengdar fréttir

CDU og Jafnaðar­menn mælast jöfn í könnunum

Fylgi CDU, flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara, og Jafnaðarmannaflokksins SDP mælist nú jafnt í könnunum, nú þegar um fimm vikur eru til kosninga til sambandsþings þar í landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×