Líklegt byrjunarlið Íslands: Hannes Þór milli stanganna, Kári fyrirliði og Albert fremstur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2021 08:00 Hannes Þór Halldórsson í fyrri leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. Sverrir Ingi Ingason er með honum á myndinni en hann er frá vegna meiðsla að þessu sinni. Federico Gambarini/Getty Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið Íslands í leiknum. Leikur kvöldsins er fyrsti af þremur á skömmum tíma. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld, Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi á miðvikudag. Leikið er þétt og má reikna með að margir leikmenn taki þátt í leikjunum þremur sem fara allir fram á Laugardalsvelli. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen vilja spila 4-3-3 með einn djúpan miðjumann og tvær „áttur“ ef svo má að orði komast. Vísir telur að liðinu verði stillt upp nokkurn veginn svona í kvöld. Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Okkar reyndasti markvörður og eini sem er í leikformi um þessar mundir. Nokkuð einfalt val hvað það varðar. Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Spilar fyrir Noregsmeistara Bodo/Glimt og virðist vera að taka yfir stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu. Einkar sókndjarfur og skemmtilegur nútíma bakvörður. Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason Vinstri bakvarðarstaðan er ákveðin vandræðastaða þar sem Hörður Björgvin Magnússon er meiddur. Ari Freyr er í hópnum ásamt Guðmundi Þórarinssyni. Vísir telur að Arnar Þór haldi Ara Frey í liðinu í kvöld en Guðmundur mun þá að öllum líkindum spila gegn Norður-Makedóníu. Miðverðir: Kári Árnason og Hjörtur Hermannsson Í viðtali fyrir leikina var Kári eini leikmaður liðsins sem var eitthvað tæpur en það eru þó allar líkur á að hann spili í kvöld. Ef hann spilar eru einnig nær allar líkur á að hann beri fyrirliðaband Íslands. Með honum í hjarta varnarinnar verður Hjörtur Hermannsson. Sá stóð sig með prýði í miðverði í vináttuleikjum Íslands fyrr á árinu og er í fínu leikformi um þessar mundir. Djúpur á miðju: Guðlaugur Victor Pálsson Það virðist nær öruggt að Guðlaugur Victor verður fyrir framan vörnina og sér um að verja hana eftir bestu getu ásamt því að styðja við sókn liðsins. Miðjumenn: Birkir Bjarnason og Ísak Bergmann Jóhannesson Þegar kemur að miðjumönnum liðsins vandast valið. Birkir Bjarnason býður upp á mikla reynslu og byrjar eflaust leikinn. Spurningin er hver verður með honum á miðri miðjunni. Ísak Bergmann Jóhannesson getur leyst þá stöðu en hefur oftar en ekki spilað sem vængmaður með bæði A og U-21 árs landsliðinu. Ásamt Ísaki Bergmanni eru þeir Andri Fannar Baldursson, Þórir Jóhann Helgason og Arnór Sigurðsson í hópnum. Ættu þeir allir að geta leyst þessa stöðu. Vinstri vængur: Jón Dagur Þorsteinsson Jón Dagur var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem fór í lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Gæti fengið stóra tækifærið nú í kvöld. Hægri vængur: Jóhann Berg Guðmundsson Einn reynslumesti og besti leikmaður liðsins. Virkar í góðu standi og laus við meiðsli svo hann ætti að eiga öruggt sæti í byrjunarliðinu. Framherji: Albert Guðmundsson Hefur ekki oft spilað í stöðu fremsta manns hjá íslenska landsliðinu. Fær það hlutverk að öllum líkindum í kvöld þar sem Andri Lucas Guðjohnsen á enn eftir að spila A-landsleik og Viðar Örn Kjartansson var ekki í upphaflega hópnum fyrir leikina þrjá. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Reynsluboltarnir úr Pepsi Max deildinni Eftir erfiða byrjun Íslands í undankeppni HM 2022 í fótbolta er ljóst að Ísland er með bakið upp við vegg innanvallar jafnt sem utan vegna þeirra ofbeldis- og kynferðisbrotamála sem hafa litið dagsins ljós á undanförnum dögum og vikum. 1. september 2021 15:01 Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. 1. september 2021 19:45 Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Leikur kvöldsins er fyrsti af þremur á skömmum tíma. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld, Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi á miðvikudag. Leikið er þétt og má reikna með að margir leikmenn taki þátt í leikjunum þremur sem fara allir fram á Laugardalsvelli. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen vilja spila 4-3-3 með einn djúpan miðjumann og tvær „áttur“ ef svo má að orði komast. Vísir telur að liðinu verði stillt upp nokkurn veginn svona í kvöld. Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Okkar reyndasti markvörður og eini sem er í leikformi um þessar mundir. Nokkuð einfalt val hvað það varðar. Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Spilar fyrir Noregsmeistara Bodo/Glimt og virðist vera að taka yfir stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu. Einkar sókndjarfur og skemmtilegur nútíma bakvörður. Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason Vinstri bakvarðarstaðan er ákveðin vandræðastaða þar sem Hörður Björgvin Magnússon er meiddur. Ari Freyr er í hópnum ásamt Guðmundi Þórarinssyni. Vísir telur að Arnar Þór haldi Ara Frey í liðinu í kvöld en Guðmundur mun þá að öllum líkindum spila gegn Norður-Makedóníu. Miðverðir: Kári Árnason og Hjörtur Hermannsson Í viðtali fyrir leikina var Kári eini leikmaður liðsins sem var eitthvað tæpur en það eru þó allar líkur á að hann spili í kvöld. Ef hann spilar eru einnig nær allar líkur á að hann beri fyrirliðaband Íslands. Með honum í hjarta varnarinnar verður Hjörtur Hermannsson. Sá stóð sig með prýði í miðverði í vináttuleikjum Íslands fyrr á árinu og er í fínu leikformi um þessar mundir. Djúpur á miðju: Guðlaugur Victor Pálsson Það virðist nær öruggt að Guðlaugur Victor verður fyrir framan vörnina og sér um að verja hana eftir bestu getu ásamt því að styðja við sókn liðsins. Miðjumenn: Birkir Bjarnason og Ísak Bergmann Jóhannesson Þegar kemur að miðjumönnum liðsins vandast valið. Birkir Bjarnason býður upp á mikla reynslu og byrjar eflaust leikinn. Spurningin er hver verður með honum á miðri miðjunni. Ísak Bergmann Jóhannesson getur leyst þá stöðu en hefur oftar en ekki spilað sem vængmaður með bæði A og U-21 árs landsliðinu. Ásamt Ísaki Bergmanni eru þeir Andri Fannar Baldursson, Þórir Jóhann Helgason og Arnór Sigurðsson í hópnum. Ættu þeir allir að geta leyst þessa stöðu. Vinstri vængur: Jón Dagur Þorsteinsson Jón Dagur var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem fór í lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Gæti fengið stóra tækifærið nú í kvöld. Hægri vængur: Jóhann Berg Guðmundsson Einn reynslumesti og besti leikmaður liðsins. Virkar í góðu standi og laus við meiðsli svo hann ætti að eiga öruggt sæti í byrjunarliðinu. Framherji: Albert Guðmundsson Hefur ekki oft spilað í stöðu fremsta manns hjá íslenska landsliðinu. Fær það hlutverk að öllum líkindum í kvöld þar sem Andri Lucas Guðjohnsen á enn eftir að spila A-landsleik og Viðar Örn Kjartansson var ekki í upphaflega hópnum fyrir leikina þrjá. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Reynsluboltarnir úr Pepsi Max deildinni Eftir erfiða byrjun Íslands í undankeppni HM 2022 í fótbolta er ljóst að Ísland er með bakið upp við vegg innanvallar jafnt sem utan vegna þeirra ofbeldis- og kynferðisbrotamála sem hafa litið dagsins ljós á undanförnum dögum og vikum. 1. september 2021 15:01 Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. 1. september 2021 19:45 Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Reynsluboltarnir úr Pepsi Max deildinni Eftir erfiða byrjun Íslands í undankeppni HM 2022 í fótbolta er ljóst að Ísland er með bakið upp við vegg innanvallar jafnt sem utan vegna þeirra ofbeldis- og kynferðisbrotamála sem hafa litið dagsins ljós á undanförnum dögum og vikum. 1. september 2021 15:01
Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. 1. september 2021 19:45
Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16