Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 19:45 Kári Árnason segir mál KSÍ og brota landsliðsmanna vera landsliðshópnum erfitt. VÍSIR/DANÍEL Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. „Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira