Innlent

Sjúkra­þjálfarar þurfa ekki tveggja ára reynslu til að fá samning við SÍ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sjúkraþjálfarar þurfa ekki lengur tveggja ára starfsreynslu til að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands. 
Sjúkraþjálfarar þurfa ekki lengur tveggja ára starfsreynslu til að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands.  Vísir/getty

Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi skilyrði um það að sjúkraþjálfarar þurfi að hafa starfað í tvö ár eftir löggildingu í 80 prósent starfi til að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands.

Ráðherra hefur jafnframt framlengt gildistíma reglugerðar um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands til 31. október næstkomandi. Málið hefur verið mikið deilumál milli sjúkraþjálfara og SÍ.

Rammasamningur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við SÍ rann út í lok janúar 2019. Engin lausn fékkst í málið og sögðu sjúkraþjálfarar sig frá samningi við SÍ í nóvember sama ár. Mánuði síðar úrskurðaði gerðardómur að það hafi verið óheimilt en þeir fengu það þó í gegn að þeim væri heimilt að rukka sjúklinga eftir eigin gjaldskrá.

Gildandi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hefur verið framlengd þar til í lok október en hefði að óbreyttu runnið út um þessi mánaðarmót. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

„Vonir stóðu til að samningar næðust milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúkraþjálfara fyrir þann tíma, en það gekk ekki eftir. Því var ákveðið að framlengja gildistíma reglugerðarinnar þannig að þau sem þurfa á þessari mikilvægu þjónustu njóti greiðsluþátttöku sjúkratrygginga, þrátt fyrir að samningur um þjónustu liggi ekki fyrir.“


Tengdar fréttir

Tvö­falt heil­brigðis­kerfi í boði ráð­herra

Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.