Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 12:19 Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólögmætt verðsamráð. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands því þeir vildu ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun við Sjúkratryggingar Íslands. Sjá nánar: Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð með því að hafa sent félagsmönnum sínum gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. María gat ekki veitt viðtal vegna anna en hún var á fundi þegar fréttastofa náði tali af henni. Unnur hafnar þó með öllu ásökunum forstjórans um að félagsmönnum hafi verið send gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. Þvert á móti segir hún að áhersla hafi verið lögð á það innan félagsins að hver og einn setti sína gjaldskrá. „Nei, það er bara alrangt og ég skil ekki hvernig fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu, það er algjörlega rangt og þetta eru bara alvarlegar ávirðingar sem á okkar eru bornar af forstjóra Sjúkratrygginga í dag sem mér finnast afskaplega alvarlegar og þær eru ekki á neinum rökum reistar.“Hvað á hún þá við?„Þú verður að spyrja hana að því. Ég skil það ekki því það hefur aldrei verið gefinn út nokkur skapaður hlutur um það hvaða gjaldskrá eigi að vera í gildi. Það hefur verið lögð áhersla á það innan félagsins að hver og einn setji sína gjaldskrá.“Þú óttast þá ekki tilkynningu til samkeppniseftirlitsins?„Ekki vitund, vegna þess að það er ekki fótur fyrir henni.“Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn.Vísir/gettyÚtboðsleiðin sé óvissuferð sem félagið vilji ekki bera ábyrgð á Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands rann út þann 31. janúar síðastliðinn en hefur verið framlengdur án verðlagsleiðréttinga. Unnur segir að Sjúkratryggingar hafi auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar,er hversu lágt verð geturðu boðið. Það er alveg ljóst að í því útboði sem kynnt hefur verið að fjármagnið sem ætlað er til þjónustunnar dugir ekki til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Ekki er lagt mat á gæði umfram grunnkröfur, það er að segja öll þau gæði sem við viljum náttúrulega efla í þjónustu sjúkraþjálfunar í landinu, þau eru ekkert metin. Skert framboð á þjónustu mun leiða til lengri biðlista og afleiðingin verður sú að margir munu búa lengur við skerta getu og hæfni með þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Unnur. Félagið hafi margar alvarlegar athugasemdir við útboðsleiðina og segir það vera óvissuferð sem það sé hvorki til í að taka þátt í né bera ábyrgð á. „Það sem við erum að gera í dag er fyrst og fremst að knýja á um það að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, Sjúkratryggingar Íslands endurskoði þessa innkaupastefnu sína frá grunni. Það er alveg ljóst að allt þetta ferli sem núna er í gangi er byggt á ákveðinni EES-tilskipun um opinber innkaup. Það er grátlegt í rauninni að á meðan öll önnur lönd taka þessar tilskipanir og staðfæra þær og nota það svigrúm sem í þeim býr til að aðlaga þær sínum löndum þá er þetta sett inn af fullum þunga hér á Íslandi,“ segir Unnur. Heilbrigðisþjónusta sé með þessu sett í sama útboðsferli og útboð á malbiksframkvæmdum. „Og það teljum við bara ámælisvert og skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu sína og á meðan viljum við í rauninni bara stíga út af sviðinu og gefa fólki ráðrúm til að skoða þessa hluti frá grunni og setja þá fram hvernig við viljum hafa heilbrigðisþjónustu hér í landinu,“ segir Unnur. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólögmætt verðsamráð. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands því þeir vildu ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun við Sjúkratryggingar Íslands. Sjá nánar: Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð með því að hafa sent félagsmönnum sínum gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. María gat ekki veitt viðtal vegna anna en hún var á fundi þegar fréttastofa náði tali af henni. Unnur hafnar þó með öllu ásökunum forstjórans um að félagsmönnum hafi verið send gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. Þvert á móti segir hún að áhersla hafi verið lögð á það innan félagsins að hver og einn setti sína gjaldskrá. „Nei, það er bara alrangt og ég skil ekki hvernig fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu, það er algjörlega rangt og þetta eru bara alvarlegar ávirðingar sem á okkar eru bornar af forstjóra Sjúkratrygginga í dag sem mér finnast afskaplega alvarlegar og þær eru ekki á neinum rökum reistar.“Hvað á hún þá við?„Þú verður að spyrja hana að því. Ég skil það ekki því það hefur aldrei verið gefinn út nokkur skapaður hlutur um það hvaða gjaldskrá eigi að vera í gildi. Það hefur verið lögð áhersla á það innan félagsins að hver og einn setji sína gjaldskrá.“Þú óttast þá ekki tilkynningu til samkeppniseftirlitsins?„Ekki vitund, vegna þess að það er ekki fótur fyrir henni.“Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn.Vísir/gettyÚtboðsleiðin sé óvissuferð sem félagið vilji ekki bera ábyrgð á Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands rann út þann 31. janúar síðastliðinn en hefur verið framlengdur án verðlagsleiðréttinga. Unnur segir að Sjúkratryggingar hafi auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar,er hversu lágt verð geturðu boðið. Það er alveg ljóst að í því útboði sem kynnt hefur verið að fjármagnið sem ætlað er til þjónustunnar dugir ekki til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Ekki er lagt mat á gæði umfram grunnkröfur, það er að segja öll þau gæði sem við viljum náttúrulega efla í þjónustu sjúkraþjálfunar í landinu, þau eru ekkert metin. Skert framboð á þjónustu mun leiða til lengri biðlista og afleiðingin verður sú að margir munu búa lengur við skerta getu og hæfni með þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Unnur. Félagið hafi margar alvarlegar athugasemdir við útboðsleiðina og segir það vera óvissuferð sem það sé hvorki til í að taka þátt í né bera ábyrgð á. „Það sem við erum að gera í dag er fyrst og fremst að knýja á um það að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, Sjúkratryggingar Íslands endurskoði þessa innkaupastefnu sína frá grunni. Það er alveg ljóst að allt þetta ferli sem núna er í gangi er byggt á ákveðinni EES-tilskipun um opinber innkaup. Það er grátlegt í rauninni að á meðan öll önnur lönd taka þessar tilskipanir og staðfæra þær og nota það svigrúm sem í þeim býr til að aðlaga þær sínum löndum þá er þetta sett inn af fullum þunga hér á Íslandi,“ segir Unnur. Heilbrigðisþjónusta sé með þessu sett í sama útboðsferli og útboð á malbiksframkvæmdum. „Og það teljum við bara ámælisvert og skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu sína og á meðan viljum við í rauninni bara stíga út af sviðinu og gefa fólki ráðrúm til að skoða þessa hluti frá grunni og setja þá fram hvernig við viljum hafa heilbrigðisþjónustu hér í landinu,“ segir Unnur.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42