Innlent

Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. KSÍ

Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ.

„Við höfum þungar áhyggjur af stöðu mála og viljum á fundinum fá skýr svör um til hvaða aðgerða sambandið hyggst grípa,“ segir talsmaður Landsbankans.

Greint var frá því í nóvember í fyrra að Landsbankinn og KSÍ hefðu skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning til fjögurra ára. Í tilkynningu sem birtist á vef KSÍ sagði meðal annars að bankinn myndi veita KSÍ „aðstoð og ráðgjöf við mótun stefnu í samfélagslegri ábyrgð sambandsins“.

Icelandair, N1 og Coca-Cola á Íslandi hafa einnig krafið KSÍ svara og aðgerða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×