Öfgar og Bleiki fíllinn boða til mótmæla gegn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 12:52 Boðað hefur verið til mótmæla vegna máls KSÍ fyrir utan höfuðstöðvar sambandsins. Vísir/Vilhelm Aðgerðahóparnir Öfgar öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla næstkomandi fimmtudag vegna máls KSÍ. Hóparnir segja að öll stjórn KSÍ verði að segja af sér, ekki aðeins formaður sambandsins. „Vegna yfirlýsingar KSÍ í gær er ljóst að það á að láta einn mann axla ábyrgð á gjörðum KSÍ og halda að það nægi. Við sem þjóð sjáum í gegn um þann gjörning,“ segir í tilkynningu frá Öfgum og Bleika fílnum. Vísað er til afsagnar Guðna Bergssonar, fyrrverandi formanns KSÍ, sem tilkynnti um afsögn sína í gær. Guðni tilkynnti afsögn sína í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. „Spilling sem þessi viðgengst ekki vegna eins manns auk þess sem þessi eitraða menning hefur verið við lýði mun lengur en Guðni hefur starfað innan KSÍ. Klara Bjartmarz [framkvæmdastjóri KSÍ] fékk hið umdeilda bréf, það eru sannanir fyrir því. Samt neitar hún fyrir það. Hún segist ekki hafa horft á Guðna í Kastljósi, hver trúir því?“ segir í tilkynningunni. „Í alvöru Klara, ef allt þetta gat viðgengist án þinnar vitundar, þá hlýturðu að sjá að þú ert ekki starfi þínu vaxin. Stjórnin verður að víkja, það sér það hver sál.“ Boðað er til mótmælanna næsta fimmtudag, 2. September klukkan 17. Yfirskrift mótmælanna er „Stjórnin út“. Öfgar og Bleiki fíllinn segja í tilkynningunni að auk miskabótamálsins sé ekki eina ofbeldismálið sem hafi viðgengist innan sambandsins. „Að auki eru heimildir fyrir því að annar varaformaður KSÍ hafi verið í gleðskap með kvennalandsliðinu þar sem þjálfarinn gerðist sekur um ólíðandi framkomu. Henni fannst það ekki eiga erindi við aðra í stjórn KSÍ og þagði með honum. Hann var látinn fara stuttu seinna,“ segir í tilkynningunni. „Það þarf að uppræta þessa eitruðu menningu. Það verður ekki gert með sömu stjórn og hefur viðhaldið henni. Íslensk knattspyrna og þolendur eiga betra skilið.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46 „Þarf að hreinsa meira til en að láta Guðna einan bera þennan kross“ Óánægja er innan fótboltahreyfingarinnar á Íslandi með niðurstöðu maraþonfundar KSÍ um helgina. Að mati ÍTF, hagsmunasamtaka félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, þarf að gera breytingar á stjórn KSÍ. 30. ágúst 2021 11:36 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Vegna yfirlýsingar KSÍ í gær er ljóst að það á að láta einn mann axla ábyrgð á gjörðum KSÍ og halda að það nægi. Við sem þjóð sjáum í gegn um þann gjörning,“ segir í tilkynningu frá Öfgum og Bleika fílnum. Vísað er til afsagnar Guðna Bergssonar, fyrrverandi formanns KSÍ, sem tilkynnti um afsögn sína í gær. Guðni tilkynnti afsögn sína í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. „Spilling sem þessi viðgengst ekki vegna eins manns auk þess sem þessi eitraða menning hefur verið við lýði mun lengur en Guðni hefur starfað innan KSÍ. Klara Bjartmarz [framkvæmdastjóri KSÍ] fékk hið umdeilda bréf, það eru sannanir fyrir því. Samt neitar hún fyrir það. Hún segist ekki hafa horft á Guðna í Kastljósi, hver trúir því?“ segir í tilkynningunni. „Í alvöru Klara, ef allt þetta gat viðgengist án þinnar vitundar, þá hlýturðu að sjá að þú ert ekki starfi þínu vaxin. Stjórnin verður að víkja, það sér það hver sál.“ Boðað er til mótmælanna næsta fimmtudag, 2. September klukkan 17. Yfirskrift mótmælanna er „Stjórnin út“. Öfgar og Bleiki fíllinn segja í tilkynningunni að auk miskabótamálsins sé ekki eina ofbeldismálið sem hafi viðgengist innan sambandsins. „Að auki eru heimildir fyrir því að annar varaformaður KSÍ hafi verið í gleðskap með kvennalandsliðinu þar sem þjálfarinn gerðist sekur um ólíðandi framkomu. Henni fannst það ekki eiga erindi við aðra í stjórn KSÍ og þagði með honum. Hann var látinn fara stuttu seinna,“ segir í tilkynningunni. „Það þarf að uppræta þessa eitruðu menningu. Það verður ekki gert með sömu stjórn og hefur viðhaldið henni. Íslensk knattspyrna og þolendur eiga betra skilið.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46 „Þarf að hreinsa meira til en að láta Guðna einan bera þennan kross“ Óánægja er innan fótboltahreyfingarinnar á Íslandi með niðurstöðu maraþonfundar KSÍ um helgina. Að mati ÍTF, hagsmunasamtaka félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, þarf að gera breytingar á stjórn KSÍ. 30. ágúst 2021 11:36 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46
„Þarf að hreinsa meira til en að láta Guðna einan bera þennan kross“ Óánægja er innan fótboltahreyfingarinnar á Íslandi með niðurstöðu maraþonfundar KSÍ um helgina. Að mati ÍTF, hagsmunasamtaka félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, þarf að gera breytingar á stjórn KSÍ. 30. ágúst 2021 11:36
Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52