Enski boltinn

Hirtu útivallarmetið af Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Norðmaðurinn að ná vopnum sínum í stjórastólnum hjá Man Utd.
Norðmaðurinn að ná vopnum sínum í stjórastólnum hjá Man Utd. vísir/Getty

Manchester United hefur gengið afar vel á útivelli undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og vann sterkan 0-1 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sigur Man Utd var torsóttur og áttu Úlfarnir til að mynda fleiri góð marktækifæri en gestirnir í leiknum.

Man Utd hefur átt afar góðu gengi að fagna á útivöllum ensku úrvalsdeildarinnar undanfarið og með sigrinum í gær bættu þeir met Arsenal frá því árið 2004.

Þetta var tuttugasti og áttundi útileikur liðsins í röð án þess að tapa en af síðustu 28 útileikjum hefur Man Utd unnið átján og gert tíu jafntefli.

Þetta var jafnframt hundraðasti deildarleikur liðsins undir stjórn Solskjær og hefur Norðmanninum tekist að stýra Man Utd til sigurs í 53 þeirra. 

Hefur aðeins einn stjóri átt betri byrjun í deildarkeppninni hjá Man Utd og þarf að fara alla leið aftur til Ernest Mangnall sem stýrði félaginu á árunum 1903-1912.


Tengdar fréttir

Solskjær: Þetta var ekki brot

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var sigurreifur í leikslok eftir 0-1 sigur liðsins á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×