Innlent

Mikil undir­alda í knatt­spyrnu­hreyfingunni en KSÍ heldur spilum þétt að sér

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. Vísir/NordicPhotos/Getty

Stjórn KSÍ heldur spilunum þétt að sér eftir fundarhöld gærdagsins en stjórnarmenn komu saman á fundi klukkan tíu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að mikil undiralda sé í knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi og að krafa sé um afsögn formanns og stjórnar KSÍ.

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands kom til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða ofbeldismál innan sambandsins. Svokallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hélt þétt að sér spilunum um umræðuefni fundarins þegar fréttastofa náði tali af honum. 

Ekki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu en hann sagði í gær að yfirlýsingar væri að vænta frá stjórninni í dag.

Þöglir sem gröfin

Heimildir fréttastofu herma að mikil undiralda sé í knattspyrnuhreyfingunni og að krafa sé um afsögn formanns og stjórnarinnar í heild.

Stjórn íslensk toppfótbolta eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum á Íslandi. Forsvarsmenn stjórnarinnar segja að hluteigendur í máli KSÍ og leikmanns sem gengist hefur við broti eigi að axla ábyrgð. Þetta kemur fram í tölvupósti samtakanna til formanna knattspyrnufélaga. Ekki náðist í formann né framkvæmdastjóra Íslensks toppfótbolta þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hófst fundur stjórnar Íslensks toppfótbolta nú í hádeginu. Á næstu dögum er reiknað með því að stjórnin fundi með formönnum knattspyrnufélaga þar sem málin verði frekar rædd.


Tengdar fréttir

Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar

Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.