Enski boltinn

Jusu „stórkostlegan“ Elliott lofi eftir frammistöðuna gegn Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harvey Elliott í leiknum gegn Chelsea á Anfield.
Harvey Elliott í leiknum gegn Chelsea á Anfield. getty/John Powell

Sérfræðingar Sky Sports, þeir Gary Neville og Jamie Redknapp, hrósuðu Harvey Elliott í hástert fyrir frammistöðu hans í 1-1 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hinn átján ára Elliott var í byrjunarliði Liverpool og lék einkar vel. Hann hefur komið við sögu í öllum þremur deildarleikjum Liverpool á tímabilinu og vakið athygli fyrir góða frammistöðu. 

„Hann var stórkostlegur,“ sagði Neville um Elliott eftir leikinn á Anfield í gær. 

„Hann var öruggur, átti frábærar snertingar og var ágengur og með drifkraft. Hann reyndi og tók áhættu. Þetta var mjög góður leikur. Þetta var aðeins annar leikur hans í byrjunarliði og í fyrsta sinn sem ég sé hann spila á vellinum. Þetta var stórkostleg frammistaða.“

Redknapp tók undir með Neville og sagði Elliott eiga bjarta framtíð fyrir höndum.

„Hann er mjög þroskaður miðað við aldur. Honum líður svo vel með boltann að það er eins og hann hafi spilað þarna í mörg ár. Í einu til tveimur tilfellum hefði ég viljað sjá hann vera ábyrgari og láta eitthvað gerast,“ sagði Redknapp.

„Ef hann heldur áfram á þessari braut getur hann komist á toppinn og spila fyrir þjóð sína, engin spurning.“

Liverpool keypti Elliott frá Fulham 2019. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Blackburn Rovers í B-deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.