Fótbolti

Tap gegn nýliðunum í fyrsta leik Juventus eftir brottför Ronaldo

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leonardo Bonucci og félagar hafa ekki enn unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Leonardo Bonucci og félagar hafa ekki enn unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Giorgio Perottino/Getty Images

Ítalska stórliðið Juventus tapaði óvænt 1-0 á heimavelli þegar að liðið tók á móti nýliðum deildarinnar, Empoli. Þetta var fyrsti leikur Juventus í deildinni eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf liðið.

Leonardo Mancuso skoraði eina mark leiksins þegar hann kom gestunum yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.

Nokkuð jafnræði var með liðunum, en það voru þó heimamenn í Juventus sem ógnuðu meira og áttu til að mynda mun fleiri skot að marki gestanna. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Empoli fór með 1-0 sigur af hólmi, og hefur nú þrjú stig eftir tvo leiki.

Juventus hefur hinsvegar aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveim leikjum sínum og eru enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.