Erlent

„Átti við“ vörur og íbúum ráðlagt að kasta öllum matvælum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Maðurinn átti við vörur í þremur verslunum.
Maðurinn átti við vörur í þremur verslunum. Getty

Þrjátíu og sjö ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir að „menga“ eða „eiga við“ matvæli í þremur matvöruverslunum í Lundúnum. Fólki hefur verið ráðlagt að henda matvælum sem það kann að hafa keypt í umræddum verslunum.

Gjörningur mannsins er sagður hafa verið framkvæmdur af ásetningi.

Leoaai Elghareeb verður leiddur fyrir dómara í dag. Það hefur ekki komið fram hvers eðlis umrædd mengun er.

Myndir náðust af lögreglumönnum í varnarbúnaði í þremur verslunum við Fulham Palace Road í gær en maðurinn er sagður hafa verið á ferðinni á miðvikudag. Verslanirnar voru Tesco Express, Little Waitrose og Sainsbury's Local.

Yfirvöld í Hammersmith og Fulham hafa ráðlagt íbúum að kasta öllu sem þeir keyptu í verslununum á miðvikudag.

Guardian greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.