Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Elma Rut Valtýsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. ágúst 2021 22:44 Samtökin ISIS-K voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakitönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. Getty/Universal History Archive Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. ISIS-K er svæðisbundinn undirhópur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) sem starfar í Afganistan og Pakistan, og eru talin vera öfgafyllstu og ofbeldishneigðustu samtök jihadista í Afganistan. Samtökin voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakistönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. ISIS-K eru talin bera ábyrgð á mestu ódæðisverkum síðustu ára sem beindust sérstaklega gegn stúlknaskólum og sjúkrahúsum. Þá eru meðlimir samtakanna sagðir hafa ráðist inn á fæðingardeildir og skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana. Ólíkt Talibönum, sem hafa einungis áhuga á Afganistan, eru ISIS-K hluti af hryðjuverkasamtökunum ISIS, sem breiða anga sína mun víðar í Mið-Austurlöndum og sækir sækir á vestræn og alþjóðleg skotmörk hvar sem færi gefst auk þess sem samtökin hafa beint spjótum sínum að góðgerðasamtökum og fólki í neyð. Samtökin eru með aðsetur í austurhluta Nangarhar héraðsins í Afganistan, nálægt fíkniefna- og fólksflutningaleiðum til og frá Pakistan. Þegar mest var, voru meðlimir samtakanna hátt í þrjú þúsund en eru meðlimir talsvert færri nú vegna átaka við bandarískar og afganskar hersveitir og Taliabana. ISIS-K eru sögð tengjast Haqqani, öfgafyllsta undirhópi Talibana, sterkum böndum. Þó er sagður vera mikill ágreiningur á milli ISIS-K og Talibana en þau fyrrnefndu saka Talíbana um að hafa yfirgefið sig í heilögu stríði til að semja um frið við Bandaríkin. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
ISIS-K er svæðisbundinn undirhópur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) sem starfar í Afganistan og Pakistan, og eru talin vera öfgafyllstu og ofbeldishneigðustu samtök jihadista í Afganistan. Samtökin voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakistönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. ISIS-K eru talin bera ábyrgð á mestu ódæðisverkum síðustu ára sem beindust sérstaklega gegn stúlknaskólum og sjúkrahúsum. Þá eru meðlimir samtakanna sagðir hafa ráðist inn á fæðingardeildir og skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana. Ólíkt Talibönum, sem hafa einungis áhuga á Afganistan, eru ISIS-K hluti af hryðjuverkasamtökunum ISIS, sem breiða anga sína mun víðar í Mið-Austurlöndum og sækir sækir á vestræn og alþjóðleg skotmörk hvar sem færi gefst auk þess sem samtökin hafa beint spjótum sínum að góðgerðasamtökum og fólki í neyð. Samtökin eru með aðsetur í austurhluta Nangarhar héraðsins í Afganistan, nálægt fíkniefna- og fólksflutningaleiðum til og frá Pakistan. Þegar mest var, voru meðlimir samtakanna hátt í þrjú þúsund en eru meðlimir talsvert færri nú vegna átaka við bandarískar og afganskar hersveitir og Taliabana. ISIS-K eru sögð tengjast Haqqani, öfgafyllsta undirhópi Talibana, sterkum böndum. Þó er sagður vera mikill ágreiningur á milli ISIS-K og Talibana en þau fyrrnefndu saka Talíbana um að hafa yfirgefið sig í heilögu stríði til að semja um frið við Bandaríkin.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11
Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“