Enski boltinn

Mendy ákærður fyrir fjórar nauðganir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benjamin Mendy í leik með Manchester City.
Benjamin Mendy í leik með Manchester City. getty/Visionhaus

Benjamin Mendy, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur verið ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot.

City sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem fram kom að leikmaðurinn hefði verið settur í leyfi á meðan rannsókn stæði yfir.

Samkvæmt lögreglunni í Cheshire hefur Mendy verið ákærður fyrir fjórar nauðganir auk eins kynferðisbrots til viðbótar. 

Meint brot áttu sér stað milli októbers 2020 og ágústs 2021. Mendy er í varðhaldi og mætir fyrir dóm á morgun.

Mendy kom til City frá Monaco fyrir fjórum árum en hefur lítið spilað með liðinu vegna meiðsla. Hann hefur þó þrisvar sinnum orðið Englandsmeistari með því.

Hinn 27 ára Mendy hefur leikið tíu landsleiki fyrir Frakkland og var í franska hópnum sem varð heimsmeistari 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.