Erlent

Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl

Heimir Már Pétursson skrifar
Suðurkóreski flugherinn aðstoðar fólk við að komast á brott.
Suðurkóreski flugherinn aðstoðar fólk við að komast á brott. epa

Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað.

Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn er ráðlagt að yfirgefa svæðið. 

Vestrænum ríkjum hefur nú tekist að flytja um 82 þúsund manns frá Kabúl frá því Talibanar náðu borginni á sitt vald fyrir tíu dögum. 

BBC fréttastofan segir þúsundir manna bíða þess enn bæði fyrir utan hlið flugvallarins og inni á flugvellinum að verða fluttir á brott. Ríki kappkosti að koma sem flestum burt frá Afganistan og hægt væri en hinn 31. ágúst eiga allir bandarískir hermenn að vera farnir frá landinu. 

Talibanar hafa lagst gegn því að sá frestur verði framlengdur. 

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir þá hins vegar hafa lofað því að að leyfa erlendum ríkisborgurum og þeim Afgönum sem hafi tilskylda pappíra að yfirgefa landið eftir að hersveitir NATO hafi farið frá Afganistan. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að Þjóðverjar muni halda áfram að flytja fólk frá landinu eftir 31. ágúst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×