Innlent

Pall­borðið: Kafað ofan í um­deildan flutning leg­háls­skimana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðalbjörg Björgvinsdóttir formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna og Ágúst Ingi Ágústsson, verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana voru gestir Pallborðsins að þessu sinni.
Aðalbjörg Björgvinsdóttir formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna og Ágúst Ingi Ágústsson, verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana voru gestir Pallborðsins að þessu sinni. Vísir/Vilhelm

Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði.

Frá því að leghálsskimanirnar voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin hafa konur þurft að bíða fjóra til fimm mánuði eftir niðurstöðum.

Þessi mál verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag sem Hólmfríður Gísladóttir stýrir.

Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, og Ágúst Ingi Ágústsson, sem tekið hefur við af Kristjáni Oddssyni sem verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, mæta í Pallborðið.

Pallborðið hefst klukkan 14 í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Uppfært: Pallborðinu er nú lokið en þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Pallborðið - Leghálsskimanir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×