Svona var blaðamannafundur KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45 Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45
Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28