Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 13:41 Lars Lagerbäck verður ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Getty/Liam McBurney Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32