Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 13:45 Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópi Íslands sem leikur þrjá heimaleiki í september. Mynd/KSÍ Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. „Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann spilar með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Þar er spilaður alvöru fullorðins fótbolti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Andra Lucas. Varalið Real Madrid leikur í öðrum riðli Primera RFEF-deildarinnar. „Hann meiðist fyrir ári síðan en hefur tekið heilt undirbúningstímabil með varaliði Real. Þeir hafa spilað fullt af leikjum og hann er búinn að spila marga leiki á undirbúningstímabilinu.“ „Andri Lucas, alveg eins og Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum sem eru að stíga sín skref og er á mjög góðum stað á sínum ferli. Þarna er unga orkan og ferskleikinn kemur inn og hjálpar reynslunni.“ Eiður Smári Guðjohnson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók næst til máls en hann er einnig faðir Andra. „Andri er í raun sterkur í öllu. Hann er mikill markaskorari ásamt því að vera góður að tengja spil. Hann er mjög „heilsteyptur“ sem framherji. Við þjálfararnir ræddum þetta val um daginn. Ég er bara aðstoðarþjálfari, ég stend með þeirri ákvörðun sem Arnar Þór tekur. Sama og með Svein Aron Guðjohnsen. Þegar hann er valinn í hópinn þá stíg ég hálfpartinn til hliðar.“ „Við ákváðum þetta þegar við tókum við. Þegar það kemur að drengjunum mínum verð ég að ýta því til hliðar. Við ákváðum það þegar við tókum við U-21 árs landsliðinu.“ „Við höfum séð þetta áður. Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum fyrir X árum síðan, þá á ég við syni Guðjóns Þórðarsonar. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt val fyrir hann. Erum að velja þá leikmenn sem við teljum besta og eiga erindi í verkefnið,“ sagði Eiður Smári að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira
„Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann spilar með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Þar er spilaður alvöru fullorðins fótbolti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Andra Lucas. Varalið Real Madrid leikur í öðrum riðli Primera RFEF-deildarinnar. „Hann meiðist fyrir ári síðan en hefur tekið heilt undirbúningstímabil með varaliði Real. Þeir hafa spilað fullt af leikjum og hann er búinn að spila marga leiki á undirbúningstímabilinu.“ „Andri Lucas, alveg eins og Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum sem eru að stíga sín skref og er á mjög góðum stað á sínum ferli. Þarna er unga orkan og ferskleikinn kemur inn og hjálpar reynslunni.“ Eiður Smári Guðjohnson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók næst til máls en hann er einnig faðir Andra. „Andri er í raun sterkur í öllu. Hann er mikill markaskorari ásamt því að vera góður að tengja spil. Hann er mjög „heilsteyptur“ sem framherji. Við þjálfararnir ræddum þetta val um daginn. Ég er bara aðstoðarþjálfari, ég stend með þeirri ákvörðun sem Arnar Þór tekur. Sama og með Svein Aron Guðjohnsen. Þegar hann er valinn í hópinn þá stíg ég hálfpartinn til hliðar.“ „Við ákváðum þetta þegar við tókum við. Þegar það kemur að drengjunum mínum verð ég að ýta því til hliðar. Við ákváðum það þegar við tókum við U-21 árs landsliðinu.“ „Við höfum séð þetta áður. Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum fyrir X árum síðan, þá á ég við syni Guðjóns Þórðarsonar. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt val fyrir hann. Erum að velja þá leikmenn sem við teljum besta og eiga erindi í verkefnið,“ sagði Eiður Smári að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28