Forseti Nice sakar leikmenn Marseille um lygar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 10:00 Jean-Pierre Rivere, forseti Nice, fyrir miðju að ræða Christophe Galtier, þjálfara félagsins (t.h.) ogThierry Oleksiak, aðstoðarþjálfara, eftir að leikurinn gegn Marseille var stöðvaður. John Berry/Getty Images Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnu liðsins Nice, hefur sakað leikmenn Marseille um lygar í kjölfar látanna sem urðu í leik liðanna um liðna helgi Hann telur leikmenn liðsins ekki hafa verið með nein för á hálsi eftir stuðningsfólk Nice. Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira