Innlent

Þrjátíu og níu Covid-flutningar og ketti bjargað úr tré

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Síðasti sólahringur var nokkuð annasamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti 155 sjúkraflutningum. Þar af voru 32 forgangsverkefni og 39 Covid-19 flutningar.

Dælubílar slökkviliðsins fóru í fimm útköll en í tveimur tilvikum var um að ræða eld í íbúðarhúsnæði. Annar var minniháttar en í þeim seinni urðu töluverðar skemmdir á einu herbergi.

Í tveimur tilvikum var um að ræða viðvörunarkerfi sem höfðu farið í gang en engin eldur fannst þegar á staðina var komið. 

Þá var eitt útkallið vegna kattar sem var fastur uppi í tré, „sem var skiljanlegt þar sem hann var á hudnasvæðinu á Geirsnefi,“ segir í Facebook-færslu slökkviliðsins. Var kettinum bjargað og komið í öruggt skjól.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×