Innlent

Strangari reglur fyrir ferða­menn hér en á hinum Norður­löndunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19
Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Kröfur á ferðamenn, bæði íslenska og erlenda, sem koma hingað til lands eru mun harðari en á ferðamenn á hinum Norðurlöndunum. Bólusettir farþegar þar þurfa ekki að fara í skimun, hvorki fyrir heimferð eða eftir komuna til landsins.

Þetta kemur fram í frétt Túristi.is frá því í dag. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt þurfa allir farþegar á leið til Íslands að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr PCR eða hraðprófi auk þess að fara í skimun við Covid-19 eftir komuna til landsins.

Ferðamenn á leið til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands, hvort sem þeir eru búsettir þar eða ekki, þurfa ekki að gangast undir slíkar skimanir séu þeir á leið til landanna frá öðrum EES-ríki. Fólk verður þó að sýna fram á að það sé bólusett eða hafi smitast af veirunni áður. Fólk sem ferðast til Svíþjóðar er þó vissulega hvatt til að fara í skimun við komuna.

Fram kemur í grein Túrista að töluverður kostnaður fylgi öllum þessum krónum. Verð fyrir PCR-próf er um 100 evrur í Evrópu, eða um fimmtán þúsund krónur. Það er gjald sem Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í að greiða niður, þar sem prófin teljast ekki til heilbrigðisþjónustu, og getur því reynst nokkuð dýrt fyrir fjölskyldur að ferðast til og frá Íslandi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×