Erlent

Yfirmaður CIA fundar með leiðtoga Talibana

Árni Sæberg skrifar
Abdul Ghani Baradar er háttsettur innan hreyfingar Talibana.
Abdul Ghani Baradar er háttsettur innan hreyfingar Talibana. Sefa Karacan/Getty

William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, fundaði með pólitískum leiðtoga Talibana, Abdul Ghani Baradar, í gær. 

Heimildir AP fréttastofunnar greina ekki hvað þeim fór á milli á fundinum.

Samkvæmt samkomulagi bandarískra stjórnvalda og Talíbana á allt bandarískt herlið að vera farið frá landinu hinn 31. ágúst, eða eftir viku.

Mikill þrýstingur hefur verið á bandarískum stjórnvöldum að framlengja veru sína í Afganistan til þess að vernda flugvöllinn í Kabúl. Flugvöllurinn er gríðarlega mikilvæg leið frá Afganistan en mikill fjöldi reynir nú að flýja landið.

Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda um málið í dag.

Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl dögum saman og hafa jafnvel þeir sem eru með leyfi til að fara ekki komist í gegn og tuttugu manns hafa látist í þvögunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.