Erlent

Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana

Heimir Már Pétursson skrifar
Þúsundir hafast við fyrir utan flugvöllinn og freista þess að komast úr landi.
Þúsundir hafast við fyrir utan flugvöllinn og freista þess að komast úr landi. epa

Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu.

Samkvæmt samkomulagi bandarískra stjórnvalda og Talíbana á allt bandarískt herlið að vera farið frá landinu hinn 31. ágúst, eða eftir viku. 

Reuters fréttastofan segir að Biden muni ákveða innan sólarhrings hvort dvölin verði framlengd en leiðtogar Talíbana hafa varað við afleiðingunum. 

Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl dögum saman og hafa jafnvel þeir sem eru með leyfi til að fara ekki komist í gegn og tuttugu manns hafa látist í þvögunni. 

Fréttamenn BBC hafa rætt við fjölda fólks í felum víðs vegar Afganistan sem óttast um líf sitt en hefur ekki tækifæri til að yfirgefa landið.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×