Innlent

Ein fjöl­skyldnanna sem var í Afgan­istan komin til Ís­lands

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Stjórnvöld víða um heim hafa unnið að því að koma ríkisborgurum sínum frá Afganistan að undanförnu. Fólkið á þessari mynd flaug frá Islamabad í Pakistan til Belgíu, eftir að hafa komist frá Afganistan.
Stjórnvöld víða um heim hafa unnið að því að koma ríkisborgurum sínum frá Afganistan að undanförnu. Fólkið á þessari mynd flaug frá Islamabad í Pakistan til Belgíu, eftir að hafa komist frá Afganistan. EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví.

Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Fólkið hafði verið fast í Afganistan, en Talibanar hafa nú tekið völdin víðast hvar í landinu, meðal annars í höfuðborginni Kabúl.

Fólkið komst þó til Islamabad, höfuðborgar Pakistan, þaðan sem því var flogið á vegum danskra stjórnvalda til Kaupmannahafnar í gær. Enn eru tvær íslenskar fjölskyldur úti í Afganistan sem utanríkisráðuneytið er í sambandi við og vinnur að því að koma heim.

Fjölskyldurnar sem enn eru úti eru báðar annað hvort með íslenskan ríkisborgararétt að sögn Sveins eða með tengsl við Ísland.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×