„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Sverrir Mar Smárason skrifar 23. ágúst 2021 21:50 Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. „Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
„Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira