„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Sverrir Mar Smárason skrifar 23. ágúst 2021 21:50 Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. „Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
„Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira