Erlent

Hæsti maður Bandaríkjanna er látinn

Árni Sæberg skrifar
Bolur Igors vakti mikla athygli árið 2019.
Bolur Igors vakti mikla athygli árið 2019. Genevieve Ross/Getty

Igor Vovkovinskiy, hávaxnasti maður Bandaríkjanna lést í Minnesota á föstudag. Hann var 38 ára gamall og 234,5 sentímetrar á hæð.

Samkvæmt frétt AP fæddist Vovkovinskiy í Úkraínu en kom til Bandaríkjanna á barnsaldri í leit að læknisaðstoð. Æxli sem þrýsti á heiladingul Vovkovinskiys olli offramleiðslu vaxtahormóna og óeðlilegri stærð hans. Til dæmis um stærð hans má nefna að Jóhann Svarfdælingur var hálfum sentímetra lægri en Vovkovinskiy.

Igor Vovkovinskiy vakti heimsathygli árið 2009 þegar hann mætti á ráðstefnu sem Barack Obama tók þátt í. Igor klæddist bol sem á stóð „World's Biggest Obama Supporter“ eða „Heimsins stærsti stuðningsmaður Obama.“

Þá gætu dyggir aðdáendur Eurovision munað eftir Igor en hann tók þátt í atriði Úkraínu árið 2013. Þá bar hann söngkonuna Zlötu Ognevich á sviðið í Málmey.

George Bell, körfuboltamaðurinn fyrrverandi, var hæsti maður Bandaríkjanna áður en Igor hirti titilinn af honum. Bell er 234 sentímetrar á hæð og enn á lífi. Hann er því hæsti núlifandi Bandaríkjamaðurinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.